Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 74
170
SÆLUHÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
EIMREIÐIN
kann að eiga í því. — Hana, þar náð'i ég loksins í eldspýturnar. (Kveikir á
lampanum.)
BJARNI (skyggnist um): GuiV lijálpi mér! Hvað er orðið af félaga okkar?
SEMINGUR (snýr sér frá lampanum. Undrandi): Hvað! — Kom hann
ekki inn með okkur?
BJARNI: Ja, — ég taldi það svo víst, að ég tók ekki eftir því sérstaklega.
Það var líka svo dimmt, að ég sá ekki handa skil, þegar ég kom inn úr
dyrunum.
SEMINGUR: En við hlytum að hafa orðið þess varir, ef hann hefði opnað
dyrnar og farið út.
BJARNI: Já, það liefðum við. Haltu hurðinni að stöfum. Eg ætla til
reynslu að ganga kringum húsið og hóa. (Fer út og heyrist kalla nokkrum
sinnum.)
SEMINGUR (órór viS sjálfan sig): Hver skrattinn ætli segi fyrir þessu?
BJARNI (úti fyrir): Opnaðu fljótt! (Kemur inn og lokar dyrunum.) Þetta
er eitt ineð því versta, sem fyrir mig hefur komið. (Lœgra viS sjálfan sig):
Ég vildi óska, að ég hefði aldrei farið þessa ferð, ekki betur en hún lagð-
ist í mig.
(Þeir fara úr yfirhöfnunum og dusta af sér snjóinn, báSir sýnilega óró-
legir og viSutan.)
SEMINGUR (fer aS fást viS ofninn. Til Bjarna): Færðu mér eldivið þarna
úr kassanum.
BJARNI (í því hann kemur meS viSinn): Þetta er ekki einleikið. —
Manstu eftir, að hann talaði nokkuð við þig eða að þú yrtir nokkurn
tíma á hann?
SEMINGUR (íhugull): Nei, ekki held ég það. — En þú?
BJARNI: Ég get ekki heldur munað til, að við töluðum nokkuð saman.
SEMINGUR: Það lieyrðist raunar ekki mannsins mál fyrir veðurofsanum.
BJARNI: Ég hef verið að reyna að rifja 'upp, með hvaða hætti þessi
maður slóst í för með okkur, en mér er það einhvern veginn ómögulegt.
SEMINGUR: Það er víst eins ástatt fyrir mér. — Ég tróð fyrir um tíina,
eins og þú manst, og þegar ég varð mannsins fyrst var á undan mér, inun
mér í fyrstu hafa fundizt það vera þú. En svo vandist ég einhvern veginn
við að hafa þriðja manninn í förinni, án þess að gera mér verulega grein
fyrir því eða hafa nokkuð við það að athuga.
BJARNl: Allt, sem ég man, er, að ég varð einhvern tíma eitthvað undarlega
feginn því, að við fórum þrír saman. — Annars er mér þetta ineð öllu
óskiljanlegt.
(Þeir setjast á sitt fletiS hvor. Stutt þögn.)
BJARNI: Raunar verður maður undarlega sljór við svona kringumstæður.
— En hitt er víst, að síðan fyrir rökkur höfum við notið leiðsagnar þriðja
mannsins, og án hennar er viðbúið, að við hvíldum nú okkar „brotin hein“
á botninum í Dauðagili. Á þesari leið er ckki langt á milli lífs og dauða.
SEMINGUR (tekur til malpoka síns): Ætli sé ekki réttast, að við fáum
okkur bita?