Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 33
eimreiðin
Sólsiunga.
Smásaga.
Eftir Ivan Bunin.
, [Saga þessi er úr smásagnasafninu „Málfræði ástarinnar" eftir
íússneska skáldið Ivan Bunin. Höfundurinn fékk bókmenntaverðlaun
Nobels árið 1933. Áður hefur birzt eftir hann sagan „Maðurinn frá
San Francisco" hér í Eimreiðinni.]
Þau liöfðu lokið meiðdegisverði og gengu úr ljósum skrýddum
torðsalnum út á þilfarið. Þar stóðu þau nú og hölluðust upp að
l'orðstokknum. Hún lokaði augunum og strauk með báðum hand-
arbökunum um kinnar sér, lieitar og rjóðar. Svo liló liún léttum,
heillandi hlátri. Allt var heillandi við þessa stúlku. Hún sagði:
«Ég held næstum, að ég sé ölvuð — eða þá gengin af vitinu.
Hvaðan ber yður að? Það eru ekki nema þrjár klukkustundir
síðan, að ég hafð'i ekki hugmynd um, að þér væruð til. Ég veit
ekki einu sinni, hvar þér komuð um borð. Var það í Samara?
^æJa5 það skiptir engu, vinur minn. En sannarlega er eins og
allt hringsnúist í höfðinu á mér — eða er það kannske skipið,
sem snýst?“
Framundan þeim var myrkur — og ljósin skinu. Út úr myrkr-
inu blés hlýr og mjúkur, en livass næturstormur, og ljósin liðu
Iramhjú þeim. Með dansandi léttleika Volgubátanna venti skipið
allt í einu í stórum boga og lagði upp að lítilli bryggju.
Liðsforinginn tók hönd liennar og lyfti að vörum sér. Sterkleg,
8mágerv liöndin angaði af sólbruna. Það fór um hann hrollur
8ælu og sársauka við hugsunina um, að undir þessum þunna
léreftskjól væri hún eflaust öll sólbrennd og sterk eftir heils
Wiánaðar sund og loftböð undir suðrænni sól á heitum sjávar-
sóudum (liún hafði 6agt, að hún kæmi frá Anapu). Liðsforingimi
tautaði:
»Við skulum fara af hér....“
«Hvar?“ spurði hún undrandi.
5?Hér, við þessa bryggju.“
„Hvers vegna?“
9