Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 24
120
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐIN
ATLANTSLÍNAN.
I þessu sambandi er vert að minnast hér á ummæli, sem
sýna ljóslega, hvernig raunsæir stjórnmálamenn í Bandaríkj-
unum hugsa til framtíðarinnar með tilliti til öryggis hins
engilsaxneska heims. í janúarhefti tímaritsins „Harper’s
Magazine“ þ. á. ritar hermálasérfræðingurinn Jolin Fischer
ítarlega grein um landvarnir Bandaríkjanna. Til þess að þær
séu öruggar, telur hann þetta þrennt nauðsynlegt:
1. Útvarðastöðvar bæði í Kyrrahafi og Atlantshafi til þess
að varna óvinum að ná til hinna miklu iðjuvera Ameríku.
2. Sjó- og lofther nægilega öflugan til að halda opnum
flutningaleiðum til þessara útvarðastöðva.
3. Sjó-, land- og lofther nægilega öflugan til að verja út-
varðastöðvarnar fyrir öllum árásum, hversu þungar sem þær
kynnu að verða.
I Atlantsliafinu eru Bretlandseyjar mikilvægasti varnar-
garðurinn. Sameiginlegar varnir eru báðum, Bretum og
Bandaríkjamönnum, jafnmikil nauðsyn. Þegar Bretar lenda
í styrjöld, veita Bandaríkin þeim lið, ekki til að bjarga Bret-
um, heldur til að bjarga sjálfum sér. Svo mun verða áfram.
Um aðrar sams konar varnarstöðvar í Atlantshafi segir
höfundurinn þetta:
Önnur útvarðalínan í Atlantshafi er samanhangandi keðja
af stöðvum, sem ná frá íslandi um Grænland, Nýfundnaland,
Bermuda og Caribbiska hafið til Brazilíu. Þessa keðju mætti
vel styrkja með viðbótarstöðvum á Azoreyjum, Ascension-
ey og á vesturskaga Afríku. Á þrem stöðum á þessari línu
njóta Bandaríkin nú þegar sérstakra hernaðarlegra réttinda
með stundarsamkomulagi um takmarkaðan tíma, þ. e. á Is-
landi, Grænlandi og í Brazilíu. „Hinir slyngu herrar í stjórn-
ardeildum Bandaríkjanna finna ef til vill upp einhver ráð til
þess að gera þetta samkomulag varanlegra, án þess að skerða
fullveldi hlutaðeigandi þjóða.“
Ætla má, að þau ráð yrðu því að eins ráðin, að fyrir sé
vilji, vitund og samþykki hlutaðeigandi þjóða. Ella myndu
þau aldrei þrífast.