Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 62
158
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
ennfremur á stöðvar Þjóðverja í Hollandi og- Frakklandi. Þjóðverjar
gera miklar loftárásir á Cardiff.
6. til 10, marz. Italir hefja sókn á Albaníuvígstöðvunum. Miklar
næturárásir gerðar á Lundúni, Portsmouth og aðrar brezkar borgir.
Ennfremur eru harðar loftárásir gerðar á bækistöðvar Breta á eynni
Möltu. Brezki flugherinn gerir harðar árásir á Köln og aðrar þýzkar
borgir, einnig á bækistöðvar Þjóðverja í Frakklandi. Togaranum
Reykjaborg sökkt á leiðinni milli íslands og Bretlands. 13 menn farast.
Tveim mönnum bjargað. Þetta var önnur árásin á íslenzkt skip. Fyrsta
árásin var gerð 22. dezember 1940, er þýzk flugvél réðist á togarann
Arinbjörn hersi undan Englandsströndum. Skipið komst heilu og
höldnu til hafnar, en hins vegar særðust 5 skipverja.
11. til 15, marz. Láns- og leigulögin ganga í gildi. Miklar orrustur
geisa á Albaníuvígstöðvunum. Grikkir tilkynna, að sókn ítala hafi
farið út um þúfur. Þjóðverjar gera miklar loftárásir á ýmsa staði í
Bretlandseyjum, einkum Lundúnaborg. Bretar svara með grimmileg-
um árásum á þýzkar borgir, þeirra á meðal höfuðborgina Berlín, Ham-
borg, Bremen og Dússeldorf. Hinn 11. maí ræðst þýzkur kafbátur á
íslenzka linuveiðarann Fróða skammt undan Vestmannaeyjum. 5 skip-
verja bíða bana, en 1 særist hættulega.
16. til 20. marz. Brezki herinn í Abyssiníu tekur borgina Jijiga og
sækir fram í áttina til Keren. Bretar gera í sífellu loftárásir á Þýzka-
land, einkum borgirnar Köln og Kiel, enn fremur á stöðvar Þjóðverja
í Norður-Frakklandi. Þýzkar flugvélar gera grimfnilegar árásir á
Lundúni, Bristol, Hull og fleiri brezkar borgir.
21. til 25. marz. Setuliðið í Jarabub í Libyu gefst upp eftir 15 vikna
umsát. Brezki herinn tekur Neghelli í Abyssiníu og ryðst í gegn um
Mardaskarð vestur af Jijiga. Bretar missa E1 Agheila í Norður-
Afríku. Stöðugar loftárásir á báða bóga. Miklar viðsjár í Jugóslavíu.
Jugóslavar ganga í lið með möndulveldunum.
26. til 31. marz. Páll ríkisstjóri Jugóslavíu og stjórn hans hrakin frá
völdum. Pétur konungur tekur völdin í sínar hendur og felur Simo-
vich hershöfðingja að mynda nýja stjórn. Bandaríkjamenn fá stöðvar
á Atlantshafi og taka þýzk, ítölsk og dönsk skip í amerískum höfnum
í sína vörzlu til þess að koma í veg fyrir skemmdarstarfsemi. Sjóorr-
usta við Matapan. Miklar loftárásir á brezkar og þýzkar borgir. I
þessum mánuði tiíkynnti þýzka stjórnin, að ísland væri í hafnbanni.
1. til 15, apríl 194-1. Brezki herinn tekur Asmara, höfuðborg Eritreu,
og heldur inn í Addis Abeba, höfuðborg Abyssiníu. Bretar yfirgefa
Benghazi. Forsætisráðherra Iraqs segir af sér. Teleky greifi, forsætis-