Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 109
EIMREIÐIN
FINNSKAR BÖKMENNTIR
205
Meðal yngri finnskra rithöfunda er Mika Valtari (f. 1908), sá
sem mesta frægð hefur hlotið bæði fyrir bundið og óbundið mál.
Það er í fyrstu bókum hans þjóðleg tregða, en ekki líf. Hann
skilur ekki kjarna þjóðlífsins í hrjósti sér, en grípur til þess, sem
hann lieyrir að haki sér og leitar listarinnar undir hjúpi blekkj-
andi veruleika. Hann varð frægur fyrir söguna „Suuri illusion“
(Blekkingin mikla). Það eru skáldleg tilþrif, æsing og þróttnr
í þeirri bók. En hrifningin, sem liún vakti, sannar á sinn liátt
staðfestuleysi samtíðarinnar, en ekki liitt, að hér sé um ómetan-
legt skáldverk að ræða. Sönn listaverk skapar sá einn, sem skilnr,
að hreinleikinn er andlegs eðlis og að liann er sprottinn af guðleg-
um innblæstri á sama hátt og listin — eða hið andlega líf, sem á
öllum tímum liefur varið mannkynið falli.
Af sænsk-finnskum ritliöfundum síðari tíma er Sally Salminen
frá Álandseyjum langfrægust. Fyrsta bók hennar, „Katarina“, er
mikið skáldverk, þróttmikið í stílnum, þrungið rósemd í frásögn.
Hún lýsir í þeirri bók sterkri og tryggri konu, sem klæðir kaldan
steininn, þótt liún verði að bera moldina þangað í liöndunum.
Það er í þessari bók finnskur kraftur og þolinmæði vígð fórnuni,
en sigursæl, þegar tötrar eymdarinnar að síðustu falla fyrir
tryggð persónuleikans, liins innra h'fs.
Síðari bók liennar er „Hið síðla vor“. Segir þar frá ungri konu,
sem berst við þrældóm hversdagslífsins í kaldranalegu lijóna-
bandi — og þráir að losna frá því. Marianna er nafn hennar, og
hún er meðal þeirra kvenna, sem líða, þótt liún sé þögul og
hafi lært að leyna hugarástandi sínu. En þegar hún hverfur frá
heimili sínu, vaknar samvizka mannsins. Þá þráir liún ekki leng-
ur að losna úr böndum lijónabandsins, því nú grær lífið á ný.
Það er „hið síðla vor“, sem rís í hjörtum þeirra. Þessi bók
stendur að baki „Katrínu“. En ekki má álasa höfundinum fyrir
það. Enginn getur alltaf staðið á fjallstindinum. Það liðu t. d.
niörg ár milli „Gösta Berlings saga“ og „Jerusalem“ hjá Selmu
Lagerlöf — og líkt mætti segja um marga frægustu rithöfunda
heimsins.
Ungur skáldsagnahöfundur, Jarl Hemmer, liefur einnig vakið
tnikla eftirtekt á sér með áhrifamikilli bók, „Gelienna“, sem
segir frá óhamingjutíma „rauðu byltingarinnar“ í Finnlandi árið
1918. Eins og fyrr er sagt, liafði landið fengið sjálfstæði sitt viður-