Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 56
152
TVÖ KVÆÐI
EIMREIÐIN
Siggi gamli.
Hann þekkti ekki á klukkuna og kunni ekki aS lesa,
en kúnum var liann góSur og sá um þeirra hagi.
Menn kölluöu hann stundum kauSa og lúsablesa,
en karlinn bara ók sér og glotti’ í hœsta lagi.
Hann sýndist ekki fríSur né veglegur á velli,
liann vantaSi þaS flest, sem mönnum þykir prýSi.
AndlitiS var hrukkdS af hrakningum og elli
og hafSi sjálfsagt aldrei veriS listasmíSi.
Hann sagSist mundu vera á SuSurlandi fœddur,
en sýndist ekki vera um slíka hluti fróSur,
og hvorki var hann arfi né ástúS sinna gœddur,
því aldrei kvaSst hann þekkt liafa föSur sinn né móSur.
Hann lenti snemma á skútum og flœktist feikna víSa,
þótt fákænn oft hann reyndist og skorti andans þroska,
liann þreyttist, ekki aS dorga né þolinmóSur bíSa,
og þeir voru ekki margir, sem drógu vœnni þorska.
Hann flœktist síSast austur, örvasa og lúinn,
þar opnaSist aS lokum valinn gististdSur,
þótt karlinn væri hrumur og annar öklinn snúinn,
þar eignaSist hann skýli og gerSist fjósamaSur.
Eg kvaddi gamla manninn fyrir fjórum árum,
í fjósinu þá var hann aS brynna og strjúka kúnum.
Þœr voru allar feitar og fallegar í luírum,
sem fáguS voru af gömlum höndum, vinnulúnum.
Þá setti hann á sig rykk og seildist yfir liýrnar;
hann sagSist hafa gleymt aS spyrja mig aS hinu.
Hann spýtti út í loftiS og sperrti upp á sér brýrnar
og spurSi, hvernig beljurnar vœru í útlandinu.