Eimreiðin - 01.04.1945, Qupperneq 112
208
SVEINBJÖRG í SETBERGI
EIMREIÐIN
komst höndunum undir, gefin mest fyrir ævintýri og skáldskap
og eittlivað skyggn í æsku, að sögn.
Hún var athugul snemma og spurul í allar áttir. Setberg, sem
Sveinbjörg vill nú byggja nýbýli við, liorfir við vesturátt. Gamalt
fólk í sveitinni sagði, að sólskin í berginu milli miðaftans og
náttmála vissi á eða boðaði beyþurrk næsta dag, og var oft litið
til þess býru auga. Sveinbjörg starði löngum á þenna ljóma í
æsku og hélt, að þarna í berginu væri álfabústaður og dvrindis
herbergi. Ég lield, að bernskuást Sveinbjargar á þessum stað
valdi því, að hún vill eiga þar athvarf á ævikvöldi sínu.
Straumbvik á rennur framan við Setberg, og er liún söngvin
í bezta lagi, eftir því sem sti;aumvötn gerast. Ég geri ráð fyrir,
að lienni muni fróun að liljómum árinnar.
Ég er ekki skáld og get þess vegna ekki farið með þær ýkjur,
að Sveinbjörg sé svo loðin um lófana, sem nýbýlalögin heimta
af skjólstæðingum sínum. Henni bafa eigi orðið fastir við liendur
fémunirnir; hefur að vísu unnið alla daga og fengið kaup sitt
goldið. En hún hefur gefið það mestmegnis vandalausum börnuin.
Þó að ég orði þetta þannig, mætti deila um, livort börnin eru
benni vandalaus eða vandabundin. Það gæti verið álitamál.
Svo er mál með vexti, að Sveinbjörg trúlofaðist ungum manni,
þegar hún var um tvítugt — skólapilti á Hólum í Hjaltadal.
Hún var þar þá vetrarstúlka og mun bafa farið þangað til þess
að komast að raun um, bverra leyndardóma hún yrði áskynja á
biskupssetrinu forna. Ég veit eigi, bvort liuliðsheimarnir lukust
upp þar fyrir augum hennar í hálfa gátt eða betur. En liitt veit
ég, að liún sótti hverfula hamingju að Hólum. Strákurinn brást
Sveinbjörgu áður en langt leið. Og bún tók sér nærri að missa
af honum, eins og gengur og gerist. Hann tók sér aðra unnustu
von bráðar, lítils háttar stúlku, sem reyndist verksmá, óþrifin og
eyðslugjörn, heimtufrek stássrófa og einfeldningur. Þau bognuðu
bæði undir ómegðarþunga. En Sveinbjörg reytti til þeirra, eink-
um barnanna, allt, sem liún gat látið í té. Þessar fórnir hefur hún
fært börnunum í tuttugu ár og farið sjálf flestra gæða á mis, sem
heimurinn kallar því nafni.
Einkanlega fennti og rigndi gjöfum Sveinbjargar yfir börnin
á tyllidögum — afmælisdögum þeirra og á stórbátíðum — sælgæti,
fatnaði og seðlum. Sveinbjörg leit aldrei inn á þann bæ og forð-