Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 34
130
SÓLSTUNGA
eimreiðin
Hann var liljóður. Aftur strauk hún liandarbökunum um
heitar kinnarnar.
„Þér eruð brjálaður!“
„Við skulum fara af,“ endurtók liann eins og í draumi. „Ég
grátbæni yður.“
„Æ, gerið eins og yður sýnist,“ svaraði hún og snéri sér
undan.
Um leið og skipið renndi upp að, rakst það með dimmu braki
á dauflega lýsta bryggjuna, svo að þau voru næstum skollin hvort
í annars fang. Tógarendi kom fljúgandi yfir höfði þeim, um
leið hafði skipið aftur á bak, vatnið sauð með hávaða í kjölfarinu.
Það brakaði í landgöngustiganum. Liðsforinginn hljóp eftir far-
angrinum.
Þau gengu rakleitt upp litlu bryggjuna, í gegnum sofandalegt
bryggjuskýlið og voru áður en varði sokkin upp fyrir ökla í
mjúkan sand árbakkans. Þögul settust þau upp í rykugan leigu-
vagninn og óku upp brattan veg, mjúkan undir fótum hestsins
af margföldu duftlagi, framlijá strjálum lugtarstólpum, sem allir
stóðu með jöfnu millibili — og vegurinn virtist aldrei ætla að
taka enda. Loks voru þau komin upp á hæðina, og vagninn
skrölti nú eftir steinlögðu stræti. Þarna var torg, einhver stjórnar-
bygging, klukkuturn — yfir öllu ylmur og varmi unaðslegrar
sumarnætur í sveitaþorpi......Vagninn staðnæmdist fyrir fram-
an upplýst hlið, — gegnum opnar dyrnar sást inn í fordyri og
upp brattan viðarstiga. Gamall, órakaður þjónn, í ljósrauðri
skyrtu og lafafrakka, tók dræmt við farangri þeirra og staulaðist
með hann á undan þeim á sínum þreyttu fótum. Þau komu inn
í stórt, en hræðilega rykugt lierbergi, þar sem enn var sjóðlieitt
inni eftir sól dagsins. Fyrir gluggunum liéngu hvít tjöld, sitt
hvoru megin spegilsins á arinhillunni stóðu skrautlegir kerta-
stjakar — og varla voru þau komin inn í herbergið og þjónninn
búinn að loka dyrunum, þegar liðsforinginn greip stúlkuna með
ofboðslegum tryllingi í faðm sinn, en varir þeirra mættust í
kossi svo sárlieitum og sæluþrungnum, að sú stund gleymdist
þeim aldrei síðan. Ekkert því líkt liöfðu þau nokkru sinni áður
lifað — livorki hann né liún.
Klukkan tíu morguuinn eftir, sem var heitur og sólbjartur,
með hringingum kirkjuklukkna, liljóðaklið utan af markaðstorg-