Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 58
154
HAMFARIR
EIMREIÐIN
til Héraðs um morguninn, og munu þá þeir, er lieima voru, liafa
verið bundnir við gegningar, og urðu því seinni til en Sigfús.
Segir nú ekki af viðureign Sigfúsar við selina annað en það,
að hann rotaði 70 seli á um það bil einurn klukkutíma þetta kvöld,
en hinir, sem seinna komu, fengu fáa eina. Þegar þeir koniu,
voru flestir þeir selir, sem komust undan kylfu Sigfúsar, búnir
að forða sér ýmist í vakir á suðurhluta fjarðarins eða út af ísnum
til liafs.
Þegar ekki var lengur fengs von sela, tók Sigfús að draga
veiðina til .lands upp á norðurströnd fjarðarins. Er hann liafði
lokið því nær til hálfs, komu bræður hans tveir heiman frá
Hofströnd lionum lil hjálpar við björgunina. Að því loknu liéldu
þeir allir lieimleiðis, með því að liðið var þá á kvöldið.
Ekki kvaðst Sigfús hafa fundið til þreytu, á meðan á seladráp-
inu stóð, né lieldur við að bjarga veiðinni til lands. En á heim-
leiðinni féll á hann ómegin svo mikið, að með lierkjum komst
hann heim. Að morgni næsta dags, eftir næturhvíldina, voru
eftirköst engin, enda var þetta ekki í fyrsta sinn, sem Sigfús gekk
svo hart til verks, að liann örmagnaðist á eftir.
Augljóst inál er það, að Sigfús liefur gengið hamförum að
selnum. Hann hefur eflaust verið meira eu einhamur, á meðan á
atgöngunni að selnum og björguninni stóð, og gengið berserks-
gang, sein svo hefur verið kallað. En er af honum var runninn
berserksgangurinn, hafa komið fram þau eðlilegu einkenni of-
þreytu, sem lýst er í sögnum fornum lijá þeirn, er gengu berserks-
gang eða fóru hamförum.
Ef frásögn þessi hefði verið sögð eða í letur færð svo löngu síðar
en hún gerðist, að engum sönnunum gæti orðið við komið, rna
ætla, að hún væri álitin mjög úr lagi færð eða stórlega ýkt. En
slíkum vefengingum verður liér ekki við komið, með því að
vitna má til manna, er hana geta staðfest.
Það, sem í fornöld var nefnt hamfarir eða berserksgangur og
lielzt við enn í mæltu máli, er nú á dögum einnig nefnd varaorka.
Að baki allra þessara orða liggur sú liugsun og reynsla, að á nauð-
stundum eða ofuráhuga eigi liver rnaður yfir að ráða meiri orku
en hversdagslega kemur fram — varaorku. Örlagastundin, eða of-
uráliugans, leysir jiá orku úr dróma hversdagsleikans, svo að
menn fá orkað því, sem þeir hefðu ekki megnað venjulega.