Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 140
236
RITSJÁ
EIMREIÐIN
tal,“ ásanit all-mörgum þjóð'sögum,
aftur á bls. 293, og að lokum aðal-
orðasafnið, til l)ókarloka eða út á
bls. 501.
011 er bókin samin af binni mestu
prýði, nákvæmni og þekkingu, og
má varla segja, að neitt -sc atbugavert
eða rangt í henni, eða það er að
minnsta kosti mjög fátt. Hér fara á
eftir nokkur atriði, sem ég linaut um
við Vandlegan lestur bókarinnar.
Á bls. XII er þess getið, að fornt
tvuu sé nú orðið tvö, en ekki minnzt
á, að sjau hefur einnig orðið sjö. —
g fellur ekki alls staðar brott milli
jú og i (bls. 27), heldur varðveitist i
sunium sveitum sem j, t. d. fljúgi, frb.
fljú-ji. — lilé beygist sjaldan alveg
eins og tré, en heldur oftast ending-
ar-i, t. d. hléi-nu í þgf. m. gr., en ekki
lilé-nu (bls. 41.) — Reglan (f) á bls.
54 er ekki alveg tmdantekningarlaus;
hvk. af mikill er að vísu mikiö sam-
kvæmt reglunni, en hvk. af heimill
er heimilt. — Ekki er það rétt á bls.
73, að í fornafninu enginn sé í dag-
legu tali framburðurinn öng- (aung-)
notaður í öllum föllrim (througbout
tbe paradigm.) — Myndirnar héld og
héng (bls. 31) hafa líklega aldrei ver-
ið til, með því að é-ið í þessum orð-
um (hélt, hékk) mun vera tiltölulega
ungt og miklu yngra en svo, að það
geti liafa verið samtíða d og g í þess-
um orðum. — Sagnorðin œja, tœja,
spýja, rýja, dýja, lýja og hlýja ganga
eiginlega eins og berja og hafa í nú-
tíð frh. œ, tœ o. s. frv., en ekki œi,
tœi o. s. frv. (bls. 88.) — hafa allt illt
á hornum sér (bls. 111 og í orðasafn-
inu) mun að réttu lagi eiga að vera:
hafa allt á hornum sér (likingin tekin
af nauti, sem allt vill stanga). —
gaztu fundiS mig? (— gætirðu fundið
mig?) (bls. 138) liygg ég, að sé ekki
notað í þeirri merkingu. — ég er bú-
inn aS sofna hef ég oft lieyrt, og er
ekki rétt (bls. 147), að það sé aldrei
notað. — sæti er ekki eingöngu not-
að sem safnheiti (collective), beldur
einnig um einstakar (stórar) sátur
(bls. 177 og í orðasafninu.) — Það er
að vísu rétt (bls. 179), að BreiSa-
jjörSur er hin eldri og réttari mynd,
en Löngubreklca er ung orðmynd, —
hin forna og rétta er Langabrekku í
nf. og Langabrekku í öðrum föllum;
a-ið er hér ekki fallending. —
I orðasafninu, sem er með ágætum
framburðartáknunum, finnst fátt eitt,
er leiðrétta þarf. Aldrei bef ég heyrt
talað um, að hundar kasti (bls. 381),
heldur að tikur gjóti; hryssur (og e.
t. v. gyltur) kasta. — korríró (bls.
387) er líklega til orðið úr kúrSu’ í
ró (samlögun: rS — rr), en ekki kúr
í ró. — lundsmálasamtök þjóSveldis-
manna er (bls. 392) lagt út: The
League of Nationalists, og munu
þjóðveldismenn víst tæplega fallast á
þá þýðingu. — Rangá þýðir víst blátt
áfram bugSólta áin (sbr. rangt skaft
= bogið skaft, að fornu), en er ekki
í sambandi við nafnorðið röng. —
Orðmyndin séri liefur líklega aldrei
verið til sem þátið af aS sá (bls. 431),
heldur aðcins seri eða söri (fornt) og
sáSi (nýtt). — í annarri framburðar-
táknuninni á tunglsljós vantar lítið /i
á eftir t-inu til að tákna áblásturinn,
— og má nú segja, að smátt sé til
tínt.
Prentvillur hef ég aðeins fundið
3—4, og er engin þeirra mjög baga-
leg.
Lesmálið er mætavel valið og sam-
ið og gefur ágæta hugmynd um dag-
legl líf og daglegt tal á íslandi. I
Texts I eru líka enskar greinar, scin
snúa skal á íslenzku, til æfingar.