Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 43
eimreiðin
SYSTIR ÍSLAND
139
þar og einnig í Færeyjum. Ólafía tók þessu boði og fór heim.
Hún ferðaðist mikið fy rir „Star“ og stofnaði deild á Islandi.
Árið 1895 komu þrjár konur frá Ameríku á vegum Good-
demplarareglunnar og Hvítabandsins. Var það ungfrú Akkelmann
°g tvær kennslukonur. Ungfrú Akkelmann hafði ferðazt um-
hverfis jörðina og stofnað Hvítabandsdeildir. Áður en hún kom,
hafði Ólafía stofnað Hvítabandsfélag í Reykjavík, og gekk það
nú í alþjóðasambandið.
Ólafía fylgdi þ essum konum til Gullfoss og Geysis, — eins og
gefur að skilja á hestbaki. Dáðust þær mjög að okkar fagra
landi og álitu, að fólkið, sem í því byggi, mundi vera mjög gott.
Árið 1899 fékk Ólafía bréf frá Bandaríkjunum, þar sem hún
var beðin að mæta á fundi Hvítabandsins í Toronto í Kanada,
en fundinn átti að halda um liaustið. Var boðið frítt far frá
Englandi. Förin var ráðin, og Ólafía fór að áliðnu sumri til
Ameríku. Hún ferðaðist þar um og kynntist mörgu. Segir hún
frá því í endurminningum sínum.
Að rúmu ári liðnu kom hún aftur heim og starfaði þá að
ýmsum málum fyrir „Star“, Hvítabandið og Good-Templara-
regluna. Árið 1900 ferðaðist hún um hávetur frá Reykjavík til
Seyðisfjarðar, ýmist á hestum eða gangandi, og mun slíkt ferða-
lag konu vera eins dæmi á þeim tímum. Á þessu ferðalagi liélt
bún fyrirlestra um bindindismál og útbreiddi „Star“.
Sumarið 1900 ætlaði Hvítabandið að halda beimsmót sitt í
Edinborg. Var ráðgert, að Ólafía færi þangað. Fór liún frá
Seyðisfirði á skipi til Edinborgar. Þetta sama ár hafði erkibiskup-
inn í Kantaraborg boðað til heimsmóts til að ræða bindindis-
mál, og átti Ólafía að mæta þar fyrir íslenzka Good-Templara.
Var mót þetta lialdið stuttu á undan Hvítabandsmótinu.
Norðmenn, sem voru á þessum þingum, fóru þess á leit við
Ólafíu, að bún kæmi með þeim til Noregs og ynni þar fyrir
hindindismálið. Hún dvaldi samt í Skotlandi um sumarið, en
fór til Noregs um veturinn. Þar ferðaðist hún og hélt fyrirlestra
fyrst í stað. En heilsa hennar bilaði, og hún varð að hætta og fór
heim til móðursystur sinnar í Reykjavík, sem tók henni tveim
höndum.
Nú var liún heima um skeið og hjúkraði móðursystur sinni í
banalegu hennar og sá um útför liennar.