Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 120
216
PONTE CAPRIASCA
EIMREIÐIN
kvöldi, sólargeislarnir glitruðu á krónum kastaníutrjánna, og
fuglarnir flögruðu kvakandi grein af grein. IJtsýnið var töfrandi
fagurt yfir móbrúnar hæðir og ása, yfir dalbotna og dalavötn.
Fjallahringurinn var í einni samfelldri blámóðu, en hvítir og
reisulegir kirkjuturnar gnæfðu upp úr þorpunum víösvegar í
fjallahlíðunum og dalbotnunum. Sólin stafaði geislum á rennslétt
vötnin, svo að þau blikuðu í gegnum blámóðuna, en árnar og læk-
irnir, sem runnu víðsvegar eftir dölunum í mörgum bugðum og
beygjum, voru eins og silfurbönd í þessu rómantiska, suðlæga
landslagi. Neðan úr dölunum bárust ómar kirkjuklukknanna upp
til klaustursins: bim, bim, bim, bim hljómuðu þær í blíðri og
friðsælli kvöldkyrrðinni og fylltu loftið með angurværum, titrandi
liljómbylgjum, sem bárust óralangt út í fjarlægðina. Ég minnist
þeirrar stundar alveg sérstaklega, þegar sólin settist, því þá roöaði
hún bæstu fjallatindana í svo einkennilega gullnum blæ, á meðan
láglendið lá allt í djúpri, ógagnsærri blámóðu. Ég man það, að
ég settist þá á feyskinn trjástofn og liorfði niður í dökkan bláin-
ann, en eygði ekki nema eitt einasta þorp — lítið þorp í grænu,
gróöursæhi dalverpi, en Jietta þorp var — Ponte Capriasca.
Og nú var ferðinni heitið til Ponte Capriasca, gamaldags bænda-
þorps, sem að öllu leyti svipaði lil annarra þorpa í Tessin. Það
var með hálum, bröttum og þröngum stígum, með gráum húsum,
hlöðnum úr liellugrjóti, með gaggandi hænum, rymjandi svínum
og hlæjandi, sólbrenndum börnum. Vínviður og fíkjutré vaxa
liingað og þangað í blómagörðum eða aldingörðum umliverfis
húsin, en utanvert við þorpið eru víðáttumiklir matjurtagarðar,
og þaðan er kálmeti selt til Lugano.
1 miðju þorpinu stendur lítil, en lagleg kirkja, og þangað er fiir
minni heitið. Ferð mín til Ponte Capriasca er umfram allt píla-
grímsganga, ekki til trúarlegs helgidóms, lieldur til leyndardóms
listarinnar. I mínum augum er listin ekki aðeins vegurinn til lífs-
ins, heldur miklu fremur lífið sjálft og takmarkið í tilverunni.
1 litlu kirkjunni er geymt málverk, sem liefur gert þorpið frægt
langt út fyrir endimörk lieimalands síns, og það er sennilega dýr-
asta málverk, sem til er í allri Sviss. En það er merkilegt við þetta,
að málverkið í Ponte Capriasca er ekki frummynd, lieldur aðeins
eftirmynil af öðru málverki, að vísu einhverju þekktasta málverki
sem til er á jörðunni, en það er Kvöldmáltíðin eftir Leonardo da