Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 133
eimreiðin
LEIIvLISTIN
229
leiksviðinu í Iðnó tókst honum að
sýna þenna viðamikla leik án veru-
legra árekstra. Tilraun hans til að
sýna leikinn á óbreytilegu sviði
(Unit settings) var nýjung og i
alla staði virðingarverð, en hitt
viljum vér ekki taka undir, að
leikurinn hafi verið „sýndur eins
og á leiksviði Shakespeares". Eig-
inlega ber að deila heiðrinum fyrir
sviðsetningu leiksins milli þeirra
tveggja, auk leikstjórans, Lárusar
Ingólfssonar fyrir leiktjöld og
búhinga og Hallgríms Bachmanns
fyrir ljósin. Þá er að nefna þátt
leikaranna, og vandast nú málið,
því hér er skammtað rúmið. Það
verður að nægja að geta þess, að
Haraldur Björnsson sýndi enn á
ný, hvað .í honum býr. í raun og
veni var lýsing hans á Gyðingn-
um svo kröftuglega uppteiknuð, að
stundum raskaði hún jafnvægi
leiksins eða í nær öllum viðskipt-
um Gyðingsins við Feneyja-kaup-
hiennina og skipstjórana. Frá
höfundarins hendi eru þessir ná-
ungar slípaðir slarkarar, óráðsíu-
seggir í augum Gyðingsins og allra
forstöndugra manna. Svo grunnt
er á ruddanum í hinum göfugasta
þessa liðs, að hann stærir sig af
því að hafa hrækt framan í and-
stæðing sinn. Þegar öll hersingin
er sýnd sem hvít-skúraðir aríar,
þá varð vesalings Gyðingurinn
nokkuð blakkur, en hvað um það;
sökin var elcki hjá Haraldi. Ástæða
væri til að geta fleiri leikenda, en
því er sleppt.
Á síðustu stundu kom svo Leik-
félagið með enn nýtt leikrit, bráð-
smellinn skopeik, Gift eða ógift?
ramm-enskan samsetning eftir J.
B. Priestley í ramm-íslenzkri þýð-
ingu Boga Ólafssonar. Þessi leik-
ur var sýndur í fyrsta skipti 16.
maí. I leiknum hafa þau Soffía
Guðlaugsdóttir og Haraldur
Björnsson tækifæri til að láta öll-
um leikaralátum, og þau svíkjast
heldur ekki um það, en einna
stærstan leikhnykk gerir Brynjólf-
ur Jóliannesson með sínum sí-fulla
myndasmið. Fer þessi „fótógrafía“
Brynjólfs beint upp á vegg í gylt-
an ramma við hliðina á Friðmundi
Friðar og séra Sigvalda, sem voru
komnir þangað áður. Leikstjóri
var Lárus Pálsson.
Vel á minnzt. Nýr séra Sigvaldi
hefur verið hér á ferð. Fjalakött
urinn hefur sýnt Mann og konu
nokkrum sinnum nú í vor. Valur
Gíslason leikur séra Sigvalda að
þessu sinni, en aðrir leikendur eru
nær undantekningarlaust Leikfé-
lagsmenn, og hafa sumir leikið
hlutverkin áður. Leikstjórinn,
Indriði Waage, hefur og áður svið-
sett leikinn fyrir Leikfélag
Reykjavíkur. Gegnir það furðu, að
leikurinn skuii ekki vera sýndur á
vegum Leikfélagsins, úr því svona
er í pottinn búið. Annars tókst
sýning þessi mjög sómasamlega og
sumt í henni ágætlega vel. Gaman
var að sjá þjálfaðan leikara eins
og Val fara í föt meistarans,
Brynjólfs, og þreifa sig áfram til
sjálfstæðs skilnings á pretta-poka-
prestinum séra Sigvalda. Valur er
nú orðinn svo slyngur leikari, að
honum mistakast ekki hlutverkin.
Mynd hans af séra Sigvalda var
trúverðug lýsing á slóttugum fjár-
aflamanni, héraðsríkum stórbónda
eða aflasælum hákarlaformanni,
miklu minna skein í gegn af emb-
ættismanninum og prestinum. Það