Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 19
EIMREIÐIN
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
115
yggisleysið gegn ofbeldi og lögleysum íslenzku þjóðinrii á
óvæntan og óvenjulega hrottalegan liátt. Laugardaginn 5.
maí síðastliðinn réðust flugumenn nokkrir að Guðmundi
Kamban rithöfundi á Uppsalagötu 20 í Kaupmannahöfn og
skutu hann til bana án saka. Eftir að íslenzka ríkisstjómin
hafði krafizt rannsóknar út af þessu morði, hefur verið játað
af dönskum stjórnarvöldum, að maður nokkur, sem ekki hefði
hafzt upp á, bæri ábyrgðina á aðförinni. Menn spyrja, sem
von er: Hver er bessi maður? Það ætti ekki að vera óvinn-
andi verk að fá það leitt í ljós, þar sem þrír útsendarar hans
gerðu aðförina. Málið virðist ekki enn hafa verið rannsakað
á fullnægjandi hátt.
Guðmundur Kamban var einn af snjöllustu skáldum ís-
lendinga. Ljóð hans, skáldsögur, bæði smásögur og langar
sögur, svo og leikrit lians, nutu mikilla vinsælda. Skáldsög-
urnar Ragnar Finnsson, Skálholt, 30. kynslóðin og Vítt sé ég
land og fagurt vöktu allar mikla athygli hér á landi, einkum
Skálholt, þar sem sögð er saga hinnar glæsilegu, en ógæfu-
sömu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups. Þó em það leik-
rit Kambans, sem mimu varðveita nafn lians lengst, og í þeirri
listgrein náði hann hæst, enda lagði hann mikla rækt við
hana. Leikrit hans, Hadda Padda, Konungsglíman, Marmari,
^tjörnur á öræfrnn, Vér morðingjar, Arabisku tjöldin og
Sendiherrann frá Júpíter, hafa verið sýnd á leiksviði, siun
°tt, ýmist heima eða erlendis, nokkur livorttveggja. Leik-
tækni á liáu stigi og dramatiskur jiróttur einkenndi leikrit
hans, hin beztu. Hann var einnig ágætur leilcstjóri, og munu
tslendingar aldrei hafa átt neinn honum snjallari í þeim
efnum. Þáttur hans í íslenzkri bókmenntasögu er merkur þátt-
^ og veigamikill. Hann var einnig framúrskarandi snjalí
ræðumaður og upplesari. Hann var ómyrkur í máli og ein-
arður um rétt Islands og hag. Jarðneskar leifar hans hvíla
nú I íslenzkri mold. Útför lians var gerð vegleg af þjóð lians
úinn 16. júlí síðastliðinn, að viðstöddu fiölmenni.
SAMVELDAHUGSJÓNIN.
Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem samþykkt var á San
t i'ancisco-ráðstefnimni 25. juní síðastliðinn, á að vísu að koma