Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 29
EIMREIÐIN uppruni norrænna mannanafna
125
ritinu er svo takmarkað; en það, sem á milli ber, ætlaði ég að
minnast á, eða skyldleika hebreskra og indógermanskra mála.
Ég hef aldrei lialdið því fram, að íslenzkt mál væri ættað frá
semitískum málum, lieldur lief ég getið þess til, að mörg töku-
orð væru komin frá þeim inn í málið og bent því til stuðnings
á það, að mannanöfn liér til forna voru mjög lík og nöfn Israels-
manna.
Nú telur Alexander prófessor, að enn sé þessum rannsóknum
um skvldleika indógermanskra og semitískra inála svo skammt á
veg komið, að líta verði svo á með Herm. Hirt, að „enginn skyld-
leiki sé enn sannaður eða sjáanlegur milli semitískra og indó-
germanskra mála.“ Hér held ég að prófessorinn treysti Herm.
Hirt og „öðrum málfræðingum“ full vel, því þeir hafa víst lítið
borið saman þessi mál, ef þeir ekki finna margt, sem bendir til
sameiginlegs uppruna þeirra og að nánara samband liefur verið
lengur á inilli þeirra en prófessorinn telur, að líklegt sé, því þriðji
bver stofn semitískra mála finnst með áreiðanlegri vissu í indó-
germönskum málum og sennilega mikið fleiri.
Það fer reyndar að verða erfitt að leggja fram sannanir fyrir
skyldleika orðanna, ef ekki er liægt að fara eftir bljóðinu í orð-
unum og merkingu þeirra, t. d. að liebreska orðið „gamal“, sem
þýðir fullþroskaður, sé ekki víst að sé sama orð og „gamall“ á
islenzku, eða „dam“ á hebresku, sem þýðir blóð, sé ekki sama orð
°g „dammur“ í Njálu, sem þó þýðir þar blóð; en þó svo sé um
einstök orð, að ekki megi telja þau sönnun þess, að þau séu frá
sania stofni runnin þótt lík séu, verður þó víst erfitt að neita
skyldleika málanna þegar orðin skipta liundruðum, eins og í ís-
lenzku og hebresku. Ég lief t. d. fundið 286 mannanöfn og viður-
nefni, sem virðast vera ósamsett í Islendingabók, Landnámu og
Islenzkum fornritum þeim, sem út eru komin. Af þeim finnast
252 sem sérnöfn á hebresku, en 218 sem mannanöfn, og meiri hluti
þeirra er svo lítið frábrugðinn þeim nöfnum, sem Israelsmenn
ootuðu til forna, að enginn vafi er á því, að um sömu orð er að
ræða, enda virðast breytingarnar fremur liafa lilýtt lögmálum
semitískra mála en norrænna. T. d. þegar „ali“ endingin liebreska
bætist við nafnið „liadad“, verður það „haddah“ eða baddr á
íslenzku, því „ah“ endingin hebreska verður yfirleitt R í rúnum
°g r á íslenzku. Þegar bebresku endingunni ,,i“ er bætt við „bágan“