Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 66
162
STYRJALDARDAGBÓK
EIMREIÐIN
11. til 15. júlí 1911. Miklir bardagar geisa á mið- og norðurhluta
Rússlandsvígstöðvanna. Bretar og Rússar gera með sér samning um
gagnkvæma aðstoð. Næturárásir á Wilhelmshaven, Bremen og Han-
nover. Þýzkar flugvélar varpa sprengjum á Hull.
16. til 20. júlí 1911. Miklar orrustur á Rússlandsvígstöðvunum, þar sem
Þjóðverjar sækja fram í áttina til borganna Leningrad, Moskvu og
Kiev. Rússar verjast hvarvetna af mikilli hörku, og eru bardagar ákaf-
astir í grend við borgirnar Pskov, Porkhov, Smolensk, Nevel og Bo-
bruisk. Brezki flugherinn gerir árásir á þýzkar og ítalskar borgir,
svo og á hafnarmannvirki í Rotterdam. Japanska stjórnin biðst lausnar.
Konoye prins myndar nýja stjórn. Matzuoka fær ekki sæti í stjórn
þessari. íslenzka kaupfarinu Heklu sökkt á leið til Bandaríkjanna. 14
menn farast, 6 bjargað.
21. til 25. júlí 1911. Ákaflega barizt á vígstöðvunum í Rússlandi.
Rússar tilkynna, að þeir hafi orðið að hörfa undan á Bessarabíuvíg-
stöðvunum. Þjóðverjar gera í fyrsta sinn loftárás á Moskvu. Tilkynnt,
að Vichystjórnin hafi afhent Japönum mikilvægar bækistöðvar í Indó-
Kína. Loftárásir á þýzkar borgir og á þýzku herskipin Scharnhorst
og Gneisenau.
26. til 30. júlí 1911. Grimmilegar orrustur háðar á Smolensk- og
Zhitomirvígstöðvunum í Rússlandi. Japanskir hermenn koma til Indo-
Kína. Miklar loftárásir á flugvelli á Sikiley. Þjóðverjar gera loftárás
á Lundúni.
H. H. tók saman.
Skrítinn farmur.
Hernaðarflugvél nokkur flutti nýlega einkennilegan farni heimsálfa a
niilli. Þessi farmur var 1000 kg. af morfíni, sem átti að fara til Moskvti,
pakki með demöntum, þámillj. króna virði, fiðla, metin á kr. 100.000,00,
lyfjavörupakki 300.000 kr. virði, þrír gullklumpar, %millj. kr. virði, og
lifandi froskar og flugur til að nota við vísindarannsóknir. Lyfin penicillh1
og insulin eru einnig meðal þess, sem flutt er að staðaldri með flugvélum
heintsálfa á milli.