Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 52
148
STRAUMHVÖRF í BÓKMENNTUM
EIMREIÐIN
baráttuvilja gegn þessu tvennu. Barátta gegn fasisma var eina
lausnin til að útrýma honum. Friður og undanhald gerði illt
verra. Þannig var afstaðan sumarið 1939. Þeir skyggnustu liöfðu
þá séð, að friðarstefnan var blekking. Sum friðarvinafélögin svo-
nefndu liöfðu að leiðtogum úlfa í sauðargærum, sem blekktu
auðtrúa sálir, unnu markvisst fyrir einræðisstefnur á uppsiglingu
undir yfirskini friðar og bræðralags. 1 stefnubókmenntum stríðs-
áranna ber eðlilega mest á áróðrinum gegn óvinaþjóðunum. En
jafnframt flytja þessar bókmenntir boðskap um frelsi og lausn
frá böli skorts og ótta. Leitin að þessari lausn er langmerkasta og
skýrasta einkennið í fari þeirrar ritliöfundakynslóðar, sem nú
er að byrja að kveða sér liljóðs rneðal þjóða bandamanna um
þessar mundir. Sú leit skýrir þá einnig trúarþel það, sem ein-
kennir skáldrit sumra þeirra liöfunda, sem mesta atbygli vekja
um þessar mundir. Sú leit skýrir einnig þær mörgu árásir, sem
bókmenntir fyrirstríðsáranna verða nú fyrir vegna þess, livað
þær séu andlausar og ófrjóar.
Skáldið Artbur Köstler, sem er ungverskur, en á heima í Banda-
ríkjunum, hefur ritað bækur um kynni sín af ástandinu í Evrópu
undanfarið, bæði á friðar- og styrjaldartímum. Einliver bezta
skáldsaga lians er sagan Hádegismyrkur (Darkness of Noon). í
lienni lýsir skáldið innri baráttu flokksbundins kommúnista.
Hann hefur áður v’erið stranglega rétttrúaður í anda stjórnmála-
flokks síns, en befur lent í fangelsi, bíður þar dóms og notar tím-
ann til að endurskoða liðinn lífsferil sinn og draga upp sanna
mynd af sjálfum sér. Sú mynd verður allt annað en skemmtileg.
Meginviðfangsefni sögunnar er: persónuleg samvizka og sannfær-
ing einstaklingsins gagnvart utanaðkomandi kröfum flokksbyggj-
unnar — livort samvizkan og sannfæringin eigi að þoka fyrir
valdboði flokksins eða ekki.
I þessari sögu Köstlers er flett ofan af liræsninni í stjórnmálum
og bókmenntum samtíðarinnar. Hegðun þrælbundinna flokks-
þýja er sýnd í réttu ljósi og umkomuleysi ungra óreyndra ritliöf-
unda, sem hvorki skilja stjórnmálaleg né þjóðfélagsleg vandamál
til nokkurrar lilítar, en láta teyma sig út í öfgar í þessum málum,
er lýst átakanlega. Við allt þetta kannast menn, og mætti nefna
mörg dæmi, bæði innlend og erlend. 1 bókum þeim, sem Köstler
iiefur ritað um stefnur og straumlivörf í andlegu lífi nútímans.