Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 82
178
SÆLUHÚSIÐ VIÐ DAUÐAGIL
EIMREIÐIN
vísuna. StaSnœmist hann við borðið og snýr einnig að rúrni Bjarna. Hann
er fölur mjög og búinn lítt til skjóls eða viðhafnar.)
SVIPURINN (hvessir augun á Þann fannbarða. Rómurinn er hás og
dularfullur): Burt liéð'an! Hingað átt þú ekkert erindi.
SÁ FANNBARÐI: Þú stendur alls staðar í vegi fyrir mér.
SVIPURINN: Svo nrun það vera. Það er hægt að hlinda alla uin stundar-
sakir, suma alltaf, en allir verða ekki hlindaðir alltaf.
SÁ FANNBARÐI (krunkar): Hrak, hrak.
SVIPURINN: Hvaða erindi átt þú hingað?
SÁ FANNBARÐI: Fá mér félaga í gilið, — félaga i gilið.
SVIPURINN: Nægir þér ekki að vera þar við tíunda mann?
SÁ FANNBARÐI: Farnir allir fyrir löngu, — sviku mig allir. — Ekkert
eftir af þeim nema beinin, — ekkert nema beinin.
SVIPURINN: Svo fer oftast um fylgi þeirra, sem ljúga því að sjálfum
sér og öðrum, að þeir séu foringjar, en eru í reyndinni þrælar.
SÁ FANNBARÐI (gargar): Hrak, hrak.
SVIPURINN: Sá, sem bægir hæfum manni frá að njóta sín og öðrum
frá að njóta hans, má alltaf vera við því húinn að hitta sjálfan sig fyrir.
Allir verða ekki blindaðir alltaf.
SÁ FANNBARÐI: Ég hefði getað forðað inér, þegar hengjan sprakk. En
þá greip sá næsti í mig og sagði: „Vertu samferða, hölvaður.“ Það voru
þakkirnar.
SVIPURINN: Maklegri þakkir hefur enginn vottað.
SÁ FANNBARÐI: Þá hét ég að ganga aftur, ef ég gæti, og villa um
ferðamenn svo, að þeir hröpuðu allir í Dauðagil.
SVIPURINN: Það mun eiga að heita svo, að þér liafi tekizt það?
SÁ FANNBARÐI: Og varla þó. Framan af gat ég slysað nokkra, en nú
er ég orðinn svo máttlaus, að ég get ekki svo mikið sem gert mig sýnilegan.
SVIPURINN: Það er gæfa greymcnnanna, að þcir gleymast. Því að ann-
ars mundu þeir vera sleiktir af eldtungum óhænanna um aldir alda.
SÁ FANNBARÐI: Hvers vegna er ég orðinn svona magnþrota?
SVIPURINN: Vegna þess, að enginn veit lengur, að þú liafir nokkurn
tíma verið til. Það lifa að vísu enn óljósar sagnir um nokkra ónafngreinda
oflátunga þeirrar tíðar, oflátunga, sem gerðu sjálfa sig að foringjum, cn
lciddu ógæfu og dauða yfir þá, sem treystu þeim. Það er þessi orðrómur,
sem heldur þér enn á horriminni, en hann er sífellt að dofna, og lionnm
muntu verða samferða í bókstaflegum skilningi.
SÁ FANNBARÐI (cestur): Ég þarf lifandi blóð, -— lifandi blóð, til að
magnast, — til að magnast.
SVIPURINN: Það fær þú aldrei framar, aldrei. Þeim, sem ennþá hafa
spurnir af þér, þótt óljósar séu, finnst þú fyrir löngu vera orðinn alltof
dýr á fóðrunum.
SÁ FANNBARÐI: Það ert þú, sem bannar mér allar bjargir. Hvers vegna
iná ég ekki halda áfrain að ganga aftur?