Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 97
eimreiðin
FINNSKAR BÓKMENNTIR
193
bókasafn andlegra verðmæta, það getur enginn gert nákvæmlega
a fáeinum blaðsíðum.
Hinn fyrsti, sem var undir álirifum þjóðsöngvanna í kveðskap
sínum, var Pavo Karoncn (d. 1840),þekktur bóndi frá Rautalampi-
sýslu. Ef notaður er mælikvarði samtíðarinnar, þá virðast mörg
kvæði hans þróttmikil, einkum níðvísur hans. Þær bera vitni um
heillandi lífsþ'rótt, sem vill duga eða drepast. En þó að Pavo
Karonen væru kunnar ýmsar þjóðvísur, Jiekkti liann ekki Kale-
vala-kvæðin, sem voru gefin út eftir fráfall bans.
Það skáld, sem fyrst allra kom auga á fegurð og listargildi
hetjuóðsins, var Aleksis Kivi (1834—72), sem er brautryðjandi
finnskrar tungu á sviði bókmenntanna. Á undan honum og einnig
að nokkru leyti eflir hans tíma var sænskan skólamál og ritmál
í Finnlandi.
Aleksis Kivi var af fátækum ættum og liafði reynt liversdags-
stritið meðal almúgans. En þrátt fyrir það langaði hann til að
l*ra, og með aðstoð góðra vina og ötulleik sjálfs sín kom liann
því í verk. Hann sigldi til Svíþjóðar með lítil efni, en góðan vilja.
1 sænskum veizluskálum kom liann auga á ])au andlegu verðmæti,
sem liggja í Jiví, að vera ánægður með lífið. Glysmenningin var
aðeins hégómi, Jiví Jirátt fyrir ríkidæmið voru manneskjurnar
óhamingjusamar og óánægðar. Hamingjan var andlegs eðlis og
varð ekki unnin með hóglífi og munaði. Nei, lieima í Finnlandi
bafði hann séð hamingjusamar manneskjur. Þær voru ekki ríkar,
eri í baráttunni við náttúruna liöfðu þær fundið köllun lífsins —-
°g það gerði þær ánægðar með lífið.
Vegna þessara mannkosta áleit Aleksis Kivi, að Finnar ættu
heimtingu á frelsi, og einnig heimtingu á því, að tungumál þeirra
væri viðurkennt. Þegar liann hélt heim, var stefna lians ákveðin
* öllum greinum. Hann vildi endurreisa finnska tungu með aðstoð
skáldlistarinnar. Strengjaspil Wáinamöinens, Kantelen, skyldi
hljóma meðal þjóðarinnar á ný.
Fyrsta verk Kivis er sorgarleikurinn „Kullervo“, og er hann
skrifaður um óhamingjubarn Kalevalaóðsins. Kjör Kullervos
höfðu verið eins og kjör þjóðarinnar. Vegna þess, að hún var ekki
Kjáls og lifði í þrældómi, auðnaðist liénni oft og einatt ekki að
Sera annað en illt eitt, Jiótt hún Jiráði í hjarta sínu að lifa sönnu
Rienningarlífi. Þessar svörtu myndir, innblásnar af áþján J)jóð-
13