Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 51
eimreiðin
STRAUMHVÖRF f BÓKMENNTUM
147
árum. Eins og stendur eigum vér Islendingar einkum tök á að
kynnast samtíðarbókmenntum Breta og Bandaríkjamanna — og
svo Rússa, að svo miklu leyti sem liægt er að ná til þýðinga úr
samtíðarbókmenntum þeirra á ensku. Því sárfáir bér á landi
®unu lesa rússnesku sér að notum. Bækur frá meginlandi Evrópu
■— og þar með Norðurlöndum — hafa verið ófáanlegar um fimm
ára skeið.
Rithöfundarnir eru beztu veðurvitarnir í heimi andans, einkum
þeir, sem kaRast mega stefnu-liöfundar (tendenz-höfundar). Það,
sem mesta athygli vekur um stefnubreytingu í skáldskap engil-
saxneskra þ jóða, bæði í bundnu máli og óbundnu, er sú leit nýrra
verömæta, eða öllu beldur gamalla, en gleymdra, sem er að liefj-
ast. Eitt af snjöllustu ljóðskálduin Breta, sem nú eru uppi, er
talinn að vera skáldið W. H. Auden. 1 síðustu ljóðabók bans, For
the Time Being, eru trúmálin meðal tíðustu yrkisefnanna. En
fyrir fáum árum var Auden yfirlýstur efnishyggjumaður og mjög
rottækur í þjóðfélags- og stjórnmálum. Sami maður hefur nýlega
komizt þannig að orði, að það kemur álíka flatt upp á ýmsa að-
dáendur hans eins og sumt í síðustu ljóðabók lians. Hann segir t. d.
um rit danska guðfræðingsins Sörens Kierkegaard, að Bretar eigi
svo mikið að þakka þýðendum og útgefendum þessara rita á
ensku, „að vér og börn vor gætum aldrei endurgoldið þeim það
verk eins vel og vert væri, enda þótt vér liefðum vit á að reyna
það.“ Og meðal skáldsagnahöfundanna margra kennir sama hljóm-
grunns. Mest lesna skáldsagan um margra mánaða skeið í Banda-
fíkjunum er Kyrtillinn eftir Lloyd C. Douglas. Sú saga er frá dög-
um Krists. Bækurnar Ó8ur Bernadettu eftir Werfel, Postulinn
eftir Ascli og Time Must Have a Stop eftir Aldous Huxley eru
sæmilega glögg dæmi þess, að nýjar byltingar fara fram í hugar-
lieimum skáldanna. Þetta umrót leynir sér ekki. Bókmenntirnar
eru eins og jarðskjálftamælir. Þær skrá byltingarnar, jarðskjálft-
aUa í hugsanalífi þjóðanna. Og livenær liafa stórkostlegri andlegir
jarðskjálftar ætt um mannheima en nú?
Meðan núverandi styrjöld var á uppsiglingu, vísaði jarðskjálfta-
uiælir bókmenntanna á rautt. Byltingakenndur kommúnismi
liafði yfirböndina í stefnubókmenntum beimsins. Skóldin voru á
móti fasisma og styrjöldum, en með lýðræði og friði. En þegar
styrjöldin skall á, var andúðin gegn ofbeldi og fasisma orðin að