Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 123
eimreiðin
PONTE CAPRIASCA
219
um augum úr sögunni, og það snertir mið ekki meir. Þetta var
ástæðan fyrir því, að þótt ég undraðist snilldina í „Kvöldmáltíð-
inni“ í Ponte Capriasca, þá snart hún mig ekki, lireif mig ekki,
°g ég stóð frammi fyrir myndinni eins og sálarlaus planta.
Þrátt fyrir þetta má enginn ætla, að ég sé að kveða upp algildan
dóm yfir liinu mikla listaverki, livorki í Mílanó né Ponte Capri-
asca. Ég neita yfir liöfuð tilveru algildra dóma. Dómar dómaranna
«ru ekkert annað en persónulegar skoðanir eða ályktanir um
menn eða málefni, sem í raun og veru ekki nokkur lifandi mann-
«skja með vott af dómgreind má taka til greina. Þó að gáfaðasti
°g vitrasti dómari veraldarinnar felldi úrskurð sinn yfir ein-
hverju málefni, þá væri það lieilög skylda okkar að virða dóm
hans að vettugi, því að öðrum kosti er okkar eigin dómgreind
fallin úr sögunni og við ekki lengur sjálfráðar verur.
Það er nákvæmlega sama hvað lítið almeVint listgildi eittlivert
hstaverk hefur, ef það megnar, þótt ekki sé nema að hrífa eina
mnustu mannssál, þá á það þúsundfaldan rétt á sér. Það getur
engan grunað, hve mikil orka felst í hrifni þessa eina manns.
Ég tala hér ekki um hagnýta orku, heldur um blinda sálarorku,
°g sem er blind aðeins vegna þess, að menn kunna ekki að not-
færa sér Iiana.
Það er til blind orka í kringum okkur, sem við köllum ýmist
guð eða djöful, eftir því, livernig hún verkar á okkur eða um-
hverfi okkar. En við eigum eftir að gera okkur ljóst, að þetta er
sálarorka allra lifandi vera, sem bærast í tilverunni, og líka það,
að við getum beizlað liana með nægri samstillingu og nógu sam-
r®mi. Þetta sanna ýmsir íbúar Austurlanda, þetta sannaði Jesús
Kristur, og þetta sanna meðal annars miðilsfundir, sem haldnir
eru.
Þessa orku mætti kalla útfrymi sálarinnar, og það er aldrei
ems sterkt og í hrifni einstaklinga og heildar. Hrifnin er voldugur
1T>áttur, sem gæti gert ótrúlegustu hluti, ef menn kynnu að liag-
nýta sér hana. Þennan undramátt sálarinnar eiga listamennirnir
hllum öðrum mönnum fremur, því engin hrifni er eins stórkostleg
euis og hrifni listamannsins — og þess vegna eru þeir lífið sjálft.
hn þeir eru líka vegurinn til lífsins, um leið og þeir framleiða
hrifni dáenda sinna með listaverkum, sem þeir skapa.
Sálarorka mannanna er tvenns konar eða jafnvel þrenns konar.