Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 113
eimreiðin
SYEINBJÖRG í SETBERGI
209
aðist að verða á vegi lijónanna. En ef hún rakst á eittlivert barn
þeirra, sýndi hún því móðurlegt atlæti, og varð hún þá með
brosljóma á andliti. Hún reyndi að dylja þessi atlot fyrir fulltíða
fólki. En fer og flýgur orð, sem um varir líður, og bros slíkt hið
sama. Og lófamýkt getur ekki leynt sér né villt á sér heimildir,
þótt vinnuhrukkur lireiðri sig um lófagullið og sigghnúfar búi
að baki lirukkunum. Engin orð fylgdu gjöfum Sveinbjargar. Þeim
fylgdi liljóður andardráttur og titrandi, hlýr hjartsláttur inni-
byrgðrar þrár, sem ávaxtaði sjálfa sig og bar livert sumar tvennan
aldinblóma — ef svo mætti segja. En reyndar nær enginn orða-
leikur yfir þau verk, sem bezt eru gerð og tileinkuð lífinu.
Ég vil geta þess, að ég ætla, að Sveinbjörg hugsi sér eigi að
rækta land þarna lijá Setbergi. Hún mun ætla að lifa á handa-
vinnu eða hannyrðum. Hún er tóskaparkona frábær, bæði á
spuna og vefnað og á prjónles. Hún hefur sagt mér, að bústaðinn
þarna lijá Setbergi ætli hún að gera þannig, að höggva hann inn
í bergið. Það er úr móhellu saman sett og sennilega auðvelt við-
fangs. Þeir, sem þekkja Sveinbjörgu og vita, live undarlega hún
er skapi farin, þögul og inni í sjálfri sér, gera sér í liugarlund,
að hún elski bergið, síðan hún starði kornung á kvöldfegurð
þess. Og í öðru lagi mun liún veita söng árinnar áheyrn og hafa
af honum dægrastytting. Annars er eigi hætt við, að tóskaparkon-
unni leiðist, meðan hún getur unnið í höndum sínum áferðar-
góðan tóskap. Og eigi sækir iljakuldi á þá, sem fótaskörin dillar.
Ég held, að ég hafi þá sagt það, sem nauðsyn krefur, um
þetta mál. Ég þarf eigi að taka það fram, að þessari konu kæmi
vel notalegt svar. Hún er ákaflega viðkvæm, þó að hún tali eigi
um tilfinningar sínar. Lífið eða atvikin hafa kramið hana, lijarta-
rætur hennar. Það þarf eigi skáld til að skilja það, að kona sækist
ekki eftir einlífi vegna sérvizku. Hún þráir aðstoð lífsförunautar.
En þegar sú von bregzt, lendir hún inni í nokkurs konar forsælu,
smám saman, lengra og lengra. Sumum er virt til mannfælni þess
konar hlédrægni, eða þá til geðbilunar, eins og við vitum.
Hreppstjórinn í N.—hreppi,........
Bergur Ásmundsson.
Þegar tólf tungl höfðu komið upp fyrir sjóndeildarhring og
14