Eimreiðin - 01.04.1945, Blaðsíða 81
eimreiðin
SÆLUHÚSIÐ YIÐ DAUÐAGIL
177
þið af fremsta megni að hrifsa í ykkar hendar tilheyrandi athafnavald
bjóðarinnar, í því skyni að vera einir um hituna.
SEMINGUR (jrávita aj rei'ði): Já. Við gerum það og skulum gera það
hetur um það er líkur. Það eru of margar kynslóðir búnar að grotua niður
ó íslandi í þeirri forarvilpu erfða- og villukenninga, sem feður þeirra og
mæður, prestaskríll og auðvald hafa spúð í þær frá vöggu til grafar. Ykkar
dagar eru taldir. Við erum nýi tíininn, og við erum sjálfum okkur nógir.
Við skulum-------. Já, við skulum brenna til ösku allan þann leiruga vaðal,
sem liggur eftir þessa steinrunnu fortíðar-þorska, sem þið tignið og kallið
skáld og listamenn. Já, við skulum. Við sku-u-ulum.
BJARNI (álíka reiður): Óþokki. Þjóðníðingur. (Rénandi): — En það
v»r annars gott að fá svona skýlausa vitneskju um stefnuskrá ykkar og
fyrirætlanir. Þessara skussa. Þessa margliöfðaða þursa, sein þið eruð húnir
«ð gera úr ykkur. Þessara ómenna, sem lifa og hrærast í sífelldum, auðvirði-
legum þrælsótta við fálmandi og staðlausa skrílmenningu, svo að þeir hika
jafnvel ekki við að svívirða foreldra sína í gröfinni, og hvað annað, sem
óllum ætti að vera heilagt, ef aðeins tízkan krefst þess af þeim.
SEMINGUR (fyrirlitlega): Heilagt, — hu. — (Byrstur): Haltu kjafti; ég
V*1 hafa frið að sofa. (Býst um til að leggjast fyrir.)
BJARNI (reikar um góljið í mjög cestu skapi): Nú skil ég, hvað þjóð-
trúin á við með tilveru marghöfðaðra þursa. (Hlœr biturt): Marghöfðaðra
þursa. — Skilurðu það — þar sem allir hausarnir hafa það eina þrælslega
hlutverk að tyggja ofan í sömu vömbina, ha-ha-ha-ha! — Skilurðu það?
ÓSÝNILEGUR KÓR: Tvísýnt, skrafað, er tíðarfar o. s. frv. (Sjá þáttar-
byrjun.)
T j a 1 d i ð .
SÍÐARI HLUTI
Sama leiksvið. Bjarni og Semingur sofa sinn í hvoru rúrni, sá fyrr nefndi i
túminu til vinstri. Ljóslaust inni, en tunglskin og hvikul birta. Fer fram
sómu nótt í dagrenningu.
Dyrnar opnast snögglega, og fannbarinn maður snarast inn. Hann fer geyst
ög snýr þegar að rúmi Bjarna.
SÁ FANNBARÐI (rómurinn er rámiir og draugslegur):
Ekkert framar á ég skjól.
Einn á dauðans hjarni
býst ég því í klaka-kjól.
Komdu með mér, Bjarni. —
Komdu með mér, Bjarni — Bjarni.
(Býr sig til að draga Bjarna jram úr rúminu. SVIPUR kemur í Ijós frá
hcegri. Hann líður hœgt inn á milli rúmanna, meðan hinn mælir fram
12