Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1945, Side 120

Eimreiðin - 01.04.1945, Side 120
216 PONTE CAPRIASCA EIMREIÐIN kvöldi, sólargeislarnir glitruðu á krónum kastaníutrjánna, og fuglarnir flögruðu kvakandi grein af grein. IJtsýnið var töfrandi fagurt yfir móbrúnar hæðir og ása, yfir dalbotna og dalavötn. Fjallahringurinn var í einni samfelldri blámóðu, en hvítir og reisulegir kirkjuturnar gnæfðu upp úr þorpunum víösvegar í fjallahlíðunum og dalbotnunum. Sólin stafaði geislum á rennslétt vötnin, svo að þau blikuðu í gegnum blámóðuna, en árnar og læk- irnir, sem runnu víðsvegar eftir dölunum í mörgum bugðum og beygjum, voru eins og silfurbönd í þessu rómantiska, suðlæga landslagi. Neðan úr dölunum bárust ómar kirkjuklukknanna upp til klaustursins: bim, bim, bim, bim hljómuðu þær í blíðri og friðsælli kvöldkyrrðinni og fylltu loftið með angurværum, titrandi liljómbylgjum, sem bárust óralangt út í fjarlægðina. Ég minnist þeirrar stundar alveg sérstaklega, þegar sólin settist, því þá roöaði hún bæstu fjallatindana í svo einkennilega gullnum blæ, á meðan láglendið lá allt í djúpri, ógagnsærri blámóðu. Ég man það, að ég settist þá á feyskinn trjástofn og liorfði niður í dökkan bláin- ann, en eygði ekki nema eitt einasta þorp — lítið þorp í grænu, gróöursæhi dalverpi, en Jietta þorp var — Ponte Capriasca. Og nú var ferðinni heitið til Ponte Capriasca, gamaldags bænda- þorps, sem að öllu leyti svipaði lil annarra þorpa í Tessin. Það var með hálum, bröttum og þröngum stígum, með gráum húsum, hlöðnum úr liellugrjóti, með gaggandi hænum, rymjandi svínum og hlæjandi, sólbrenndum börnum. Vínviður og fíkjutré vaxa liingað og þangað í blómagörðum eða aldingörðum umliverfis húsin, en utanvert við þorpið eru víðáttumiklir matjurtagarðar, og þaðan er kálmeti selt til Lugano. 1 miðju þorpinu stendur lítil, en lagleg kirkja, og þangað er fiir minni heitið. Ferð mín til Ponte Capriasca er umfram allt píla- grímsganga, ekki til trúarlegs helgidóms, lieldur til leyndardóms listarinnar. I mínum augum er listin ekki aðeins vegurinn til lífs- ins, heldur miklu fremur lífið sjálft og takmarkið í tilverunni. 1 litlu kirkjunni er geymt málverk, sem liefur gert þorpið frægt langt út fyrir endimörk lieimalands síns, og það er sennilega dýr- asta málverk, sem til er í allri Sviss. En það er merkilegt við þetta, að málverkið í Ponte Capriasca er ekki frummynd, lieldur aðeins eftirmynil af öðru málverki, að vísu einhverju þekktasta málverki sem til er á jörðunni, en það er Kvöldmáltíðin eftir Leonardo da
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.