Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 17

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 17
E IM R E IÐ IN Október—dezember 1946 --LII. ár, 4. hefti Regnboginn. Saga eftir GuSm. Gíslason Hagalín. 1. — Amma mín, — er það ekki alveg áreiðanlegt, þetta með regn- bogarm? sagði Gunna litla á Felli við ömmu sína. Þær sátu báðar inni í baðstofu einn haustdaginn og voru að Prjóna sjóvettlinga, sem áttu að seljast þeim frönsku, ef guð lofaði öllum að lifa, bæði hérlendis og þarlendis. —- Hvað áttu nú við, lambið mitt? sagði gamla konan. — Að maður, að maður geti óskað sér hvers sem maður vill °g fengið ósk sína uppfyllta, ef maður kemst undir endann á regnboganum ? Guðrún gamla Sigurðardóttir stundi. — 0, maður veit ekki rnikið, blessað barn, en svo var haldið af mínu fólki og foreldri. '— En því gera menn það þá ekki? Því ganga rnenn þá ekki tuidir regnbogann og óska sér? '—■ Það vill oftast verða svo, að lánið sé manneskjunni valt, lambið mitt. Þegar maður er liér, þá er regnboginn þar, og sértu þar5 þá er hann liér. ' Hvernig vita menn þá þetta um hann? ' Huh, það liefur verið reynt, dúfan mín, og lukkast. Veiztu um einlivern, amma mín? ' Altént liann föður minn sáluga, blessað bam. ~~ Hann afa? — 0, það lield ég, ljúfan, — það lield ég, að hann lifði það, maður sá, að lukkan tæki liann við hönd. ■ Nei, elsku amma mín, segðu mér frá því-í! ' Ég ætti nú sosum að geta gert það fyrir þig, hlessunin. 16

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.