Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 42

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 42
266 ÆVINTÝRI PÁLS,Á HALLDÓRSSTÖÐUM EIMREIÐIN draumsýn, runnin úr ímyndunarlieimi ævintýrasagnanna. En á þennan sama óraunliæfa hátt mun frú Lizzie liafa birzt flestum mönnum í norðlenzkum sveitum, er hún kom fyrst hingað til lands, ólík öllum konum um fas, klæðaburð, gersamlega ókunn- andi um siði og hætti þess fólks, er hún átti að umgangast og skipla við, gædd hugmyndum,. smekkvísi og siðvenjum harn- ungrar stórborgarkonu, gersamlega mállaus á íslenzka tungu. Þess er auðtilgetið, að liin stórfelldu umskipti, er svo hastar- lega liafði verið stofnað til í lífi hennar, reyndust henni næsta torveld. Enda dró skjótt til þess, að hún ógladdist mjög. Kvað svo ramt að því, að lienni varð ekki vært þar, sem hún var koniin. Páli, bónda hennar, sem fann til þess, að hann, sem eldri maður og' reyndari, liafði stofnað til mikillar áhættu uin þetta mál, fórst þá bæði viturlega og drengilega. Hann bauð henni að bregða ráði sínu um búskap á ættaróðali sínu og flytjast með lienni til ættarstöðva hennar. Þá fórn af hans hendi taldi liún sér ekki fært að þiggja. Þá bauð hann það fram, að hún skyldi sjálf liverfa heim í áttliagana og lagði það í hennar vald, hvenær hun kæmi aftur eða hvort hún yfir höfuð sæi sér fært að freista þessa ævintýris um fram það, sem orðið var. Þetta boð þekktist hún. Fór þá svo sem oft vill verða, að er slakað er til fyrir megnu óyndi- breytist viðhorfið skyndilega fyrir augum sjúklingsins og hann öðl- ast jafnvægi og geðró til þess að geta metið hluti til samanburðar. Kemur þá lækningin oft af sjálfu sér. — Áður langt um leið, snen frú Lizzie heim til hónda síns og tók upp samstarfið með honum- Tók hún nú að nema tungu landsmanna og lærði liana til inikiÞ" ar lilítar. Jafnframt kynntist liún fólkinu og féll það vel í ge^‘ Húsdýr og fuglar urðu vinir liennar. íslenzkar sumarnætur, fegurð norðlenzkra sveita og ekki sízt dalsins hennar, þar sem fegursta elfa landsins niðar, opnaði henni nýja sýn, veitti henni nýlt mat og nýja lífsnautn í því umliverfi, sem örlögin liöfðu kosið henni til lianda. Meðan Lizzie var fákunnandi í tungu landsmanna, greiddi þa leið hennar, að hún söng sig inn í hug og lijörtu fólksins. Þ<ið mál skildu allir og mátu að verðleikum. Og þegar fram Þðu stundir, lærði hún að skilja og meta land og þjóð, samdi sig v að siðum Islendinga og gat sér, vegna söngs síns, annarra mauu

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.