Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 48

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 48
272 SKÓLAHÁTÍÐIN FYRIR RÚMUM 50 ÁRIJM eimreiðin svo hefðu skórnir ekki beðið þess bætur, því götur voru lélegar og með djúpum dældum fyrir polla og rennusteinarnir ólögu- legir og afslepptir. Freistandi var að reyna að þræða eftir þeim, er svað var á veginum, en þó gat fallegur fótur með gljáfægðum skó lirapað útaf og lent í rennunni, sem vanalega var óþverra- vilpa. Bílar þekktust ekki og engin ökutæki til fólksflutninga í eigu bæjarbúa. Já, mikið var undir veðrinu og færinu komið, en þetta gat nú orðið dauflegt umtalsefni til lengdar. Næst var svo gólfið í salnum, lasta það, ef það var stamt, en láta ánægju sína í Ijós yfir því, ef vel bafði verið á það borið vax eða liafrahveiti eða annað, sem gerði það liált og hentugt. Svo var að liæla músíkinni, ljósunum, skreytingu salsins og búningi skrautklæddustu kvennanna. Hægt var að spyrja stúlkuna uin bvernig hún skemmti sér, en fremur þótti það, og yfirleitt flest af þessu, sem talið er bér að framan, fátæklegt og dauflegt umtals- efni. En samt, þegar allt þetta var búið, þá fór að vandast málið, því ungmenni þessi þekktust vanalega mjög lítið. Sveitapiltarnir komu sjaldan á beimili böfðingjanna, þekktu þá ekki né áttu þangað erindi, stúlkurnar sá maður lielzt á strætum borgar- innar, en aðeins um leið og gengið var fram hjá þeim og tekið ofan höfuðfatið. Óviðeigandi var að nema staðar og tala við kvenmanninn, þótt mann bálflangaði til þess, og að ganga með henni á götu liefði kostað það, að daginn eftir hefði verið altalað um bæinn, að þessi piltur og stúlka mundu vera harðtrúlofuð. Nú reyndi á gáfur og snilli unga parsins, þar sem það sat hlið við hlið og beið eftir að röðin kæmi að því að dansa. Ekki voru bíó, hljómleikar né söngskemmtanir til að tala um, bólellíf né íþróttaiðkanir, máske hægt að minnast á skautasvellið a tjörninni, en ekki var farið að sýna því neinn sóma af mannanna hendi fyrr en skönimu áður en ég fór úr skóla. Goodtemplarafund- irnir voru sem lokuð bók og Frelsislierinn ekki kominn. ÞeU Eiríksen og Þorsteinn komu ekki fyrr en síðasta sumarið, se'" ég var í skóla. Ég var á fyrsta fundi þeirra og þótti mér það skrú ið. Gat ég talað um það við dömuna mína á næstu danssainkonu1- Eitt liezta umtalsefnið voru sjónleikirnir. Þeir voru að visu fáir og smáir, mig minnir að þeir væru sýndir í Goodtemplara húsinu, stundum ináske í Fjalakettinum. Um þá mátti marrt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.