Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 51

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 51
EIMreiðin SKÓLAHÁTÍÐIN FYRIR RÚMUM 50 ÁRUM 275 eittlivað, sem hún vildi tala um, og þá var að taka mannlega a moti. Og svo gat farið, að maður sleppti lienni sárnauðugur að dansinum loknum. Eftir um 4 klukkustunda sprett varð lilé á dansinum. Leiddi þá Ever sína stúlku inn á Langaloft. Þar voru þá komin langborð nieð vistum —- smurðu brauði, með ljúffengum áskurði — og Gamla Carlsberg til drykkjar. Var nú sezt að snæðingi, og brátt Eyrjuðu ræðuhöld. Einhver af efstubekkingunum talaði fyrir nunni rectors á latínu, og liaim svaraði á sama máli og lét drekka ®kál konungsins, sem átti afmæli þennan dag. Fleiri minni voru flutt, og drukkin full fósturjarðarinnar, kvenna og kennaranna. Eg nian eftir, að Björn Bjarnason frá Viðfirði talaði einu sinni af mestu snilld fyrir minni rectors á latínu, Guðmundur Finnboga- son fyrir minni Islands og Halldór Friðriksson yfirkennari fyrir niinni kvenna. Sagt var, að rector liefði eitt sinn talað fyrir kven- fólkinu á skólahátíð, liældi því mikið og óskaði, að allur þessi fn'ði meyjaliópur yrðu giftar konur og glaðar mæður að ári liðnu, °g þótti þetta drengilega mælt. Stundum voru sungin ættjarðar- e^a skemmtikvæði yfir borðum. „Rallistar“, sem liöfðu spilað, teflt og rabbað saman inni í Litlalofti allt kvöldið, tóku auðvitað Patt í borðhaldinu og gátu nú máske talað eitthvað dálítið við inolkið, þótt þeir væru auðvitað ofurlítið lægra settir í þeirra uugum en dansherrarnir. Að máltíð lokinni hófst dansinn á ný, og nú var ekki slegið sföku við. Hver þátturinn tók við af öðrum, og enginn kenndi 8vefns né þreytu, þvert á móti var kviðið fyrir, að skemmtunin eudaði, en þó varð svo að vera, og þegar bjartur dagur var runn- ~ um það bil kl. 4 — var mótinu slitið og gestunum fylgt heim. ð^æS'ta S'nn’ el mættum dansmeyjunum á götunni, fengum hlítt augnatillit og bros, og svo var sú saga búin. , ^ha voru ljúfar minningar frá okkar kæra skóla sem varð 100 Ura á síðastliðnu sumri.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.