Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 71

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 71
eimreiðin þegar ég bauð mig fram til þings 295 þjóSfélagsmálum í einhverjum einum flokki e3a stefnu. Auðvitað eru stjómmálamennirnir ekkert verri menn eða lieimskari en gengur og gerist. Þeir eru aöeins ófullkomnir menn, sem valda ekki viðfangsefnum sínum nema að litlu leyti, þannig, að þokki og virðuleiki livíli yfir meðferð þeirra. — IV. ,,Þjóðveldismenn“ höfðu til umráða blað, er nefndist „Þjóð- ólfur“. — Ýmsir góðir menn rituðu í blaðið, og hygg ég ekki ofmælt, að yfirleitt liafi það verið bezt ritaö af stjórnmálablöð- unum íslenzku, er út komu samtímis. Ritstjóri þess var Valdimar Jóliannsson, ungur maður, vel ritfær og skeleggur bardagamaður. Ýið kosningarnar um vorið 1942 hlutu þjóðveldismenn rúm 600 atkvæði, og mátti það lieita furðulega góður árangur, þegar tekið var tillit til allra aðstæðna og atvika. 1 raun og veru höfðu þessi, stjórnmálasamtök liaft allt of stuttan tíma til að búa sig undir kosningabaráttuna, og mátti með nokkrum rétti segja, að af lítilli forsjálni væri af stað farið. Hér voru að verki fáliðaðir menn, fæstir voldugir á veraldlegan mælikvarða, með fjóra flokka á uióti sér, vel skipulagða og æfða til sóknar og varnar. Leikurinn var æði ójafn. Þó voru margir af andstæðingunum liræddir við þessi ungu og veiku samtök, og kom það fram með ýmsum hætti, t. d. í vitfirringslegu aurkasti, þar sem þeir sáu sér færi á. Og þó að samtök þessi næðu ekki þeim árangri að koma manni aÓ á löggjafarsamkomu þjóðarinnar, er lítill vafi á, að þau gerðu samt sitt gagn. Þau leiddu í 1 jós, að hér er þó til jarövegur fyrir frjálsa liugsun í þjóðfélagsmálum, og jafnvel innan stjórn- málaflokkanna sjálfra munu ýmsir, aðrir en hinir allra þykkskinn- uðustu, liafa tekið að endurskoða afstöðu sína til þjóðmálanna. Og þó að þessi lireyfing þjóðveldismannanna rótaði að vísu upp í nokkrum forarpollum í liugum þeirra, sem af flokkslegum ástæð- um þurftu að vera á móti lienni, varð lnin og til þess að lireinsa loftið að einhverju leyti. Það var því ekki með öllu til ónýtis unn- Jð, og mun mig aldrei iðra þess að hafa verið við málið riðinn. — V. Um liaustið 1942 fóru enn fram kosningar til Alþingis, og lögðu þjóðveldismenn einnig þá fram lista. Hafði þeim bætzt nýr og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.