Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 74

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 74
298 AUSTFIRZKAR SAGNIR III EIMREIÐIN Hugðu menn, að hún liefði komizt af heiðinni, þar sem menn vissu hana þrekkonu og einhuga; þó voru menn ekki ugglausir. Með Guðrúnu var tík, sem hún átti, hvolpafull. Á þriðja í jólum kom tíkin lieim í Fjallssel. Þótti þá uggvænt i.m för Guð- rúnar og var strax næsta dag sendur maður í Hnefilsdal. Yitnaðist þá, að liún hafði ekki þar komið og myndi liafa orðið úti á lieið- inni. Mönnum var þegar safnað bæði í Fellum og Jökuldal til að leita Guðrúnar. Á meðal leitarmanna var Guðmundur Þorfinns- son á vist þá lijá Þorvarði lækni Kjerulf á Ormarsstöðum, en síðar lengi til heimilis á Skriðuklaustri hjá Halldóri Benedikts- syni. Hugðu menn að hafa tík Guðrúnar með í leitinni, en svo hafði viljað til, að hún hafði kastað nóttina eftir að liún kom aftur í Fjallsel, og fékkst eðlilega ekki til að fara frá livolptmum. Var þá það ráð tekið að farga þeim, en það kom fyrir ekki, tíkin var jafn ófáanleg til að sinna leitinni, eftir sem áður, í sorg sinni út af missi hvolpanna. Leitin að Guðrúnu varð með öllu árangurslaus. Meir var leitað á austurhluta heiðarinnar með því að menn liugðu, að Guðrún hefði liörfað að síðustu undan veðrinu. Vandlega var leitað um Sandvatnið, það var á leið liennar, ef liún liefði leitað undan veðrinu. Leitað var á ný vorið eftir, en sú leit \arð jafn árangurslaus. Leið svo ár af ári, að ekki fannst lík Guðrúnar, eða bein. Héldu menn lielzt, að liún hefði fengið legreit í Sandvatninu. En svo var það eftir 35 ár, að Þorleifur bóndi Stefánsson í Teigaseli var um haust að ganga að fé sínu í vestanverðri heið- inni. Gekk liann þá fram á bein Guðrúnar í vorleysingafarvegi litlum, sem liggur til Teigarár, vestan í Miðheiðarhálsi. Leizt honum sem bein hennar myndu ekki vera þar öll, en einhverir stafir voru þar úr kútnum. Stuttu síðar ætlaði Jón bóndi Magnús- son á Skeggjastöðum að láta sækja beinin að tilvísun Þorleifs. en þegar ferðin var búin, brast í snjóbyl. Varð þá ekkert af sókn þeirra um liaustið og aldrei síðan. Engra reimleika eða slæðings varð vart eftir dauða Guðrúnar, svo að orð hafi verið á gert, eins og oft liefur þótt verða eftxr menn, sem orðið liafa úti. En í draumvitund gerði hún vart við sig, sem nú skal sagt:

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.