Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 84

Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 84
308 LEIKLISTIN EIMREIÐIN kemur manni hið nýja viðhorf hins sænska skálds þægilega á ó- vart eftir að hafa séð „Böddelen“ og lesið „Han, som fick leva om sitt liv“. Hinu er ekki að leyna, að dramatísku áhrifin eru næsta lítil, leikurinn allur eiginlega ekk- ert annað en ljóðræn tilbrigði við gömlu söguna: Einu sinni var —. Söguefnið er í rauninni þrotið, þegar fyrsta þætti lýkur. Meðferð leiksins mæddi að lang- mestu leyti á Gesti Pálssyni í hlutverki blinda sjómannsins. Furðu oft tókst honum að stikla bilið milli ævintýris og mann- heims. Kom honum þar að góðu liði mjúk og viðfeldin rödd, góð- látleg kímni og látlaust yfirbragð. Beztu atriði leiksins voru endur- fundir elskendanna í ævintýrinu. Studd af góðri leikstjórn Lárusar Pálssonar náðu þau Gestur og Alda Möller fögrum og látlausum blæ í þessum leikatriðum. Hitt mistókst leikkonunni, að sýna konu, sem hefur kalið á hjarta. Þarf leikkonan, sem hefur í raun- inni fríðasta andlit, að strjúka bui't úr svip sínum munnviksvipr- ur, sem tíðast eru til stórra lýta,en verkuðu hér eins og hjá viðvan- ingi. Athygli vakti kornung stúlka, Bryndís Pétursdóttir. Ár og dagur er síðan jafnbarnslega ung og ó- þvinguð yngismær hefur stigið á gólf í Iðnó. Brynjólfur Jóhannes- son stóð fyrir skemmtun kvelds- ins — eins og oft endranær. Vist- maður hans á fátækraheimilinu var eitthvað langt fram í ættir skyldur Friðmundi Friðar, en sú frændsemi vai' ekki til að spilla ánægju áhorfenda. Jón Aðils var utan gátta í hlutverki ótugtar- karls og illfyglis, Valdemar Helga- son of tilbreytingalaust hávær til að ná trúnaði áheyrenda. Gunn- þórunn Halldórsdóttir var þarna í smáhlutverki úttaugaðrar og slit- innar þvottakonu. Var kostulegt að líta Gunnþórunni, Brynjólf og Valdemai' frammi fyrir hásæti kóngsins í ævintýi'inu. Baksvipur vistmannanna var eins og klipptur í svartan pappír, berandi við skín- andi trón hátignarinnar. Það var gott leikstjórnaratriði. Eitt af mörgum, sem Lárus Pálsson beitti í nærfærnislegri túlkun á athyglis- verðu skáldverki, sem frekar er borið uppi af ljóðrænni fegurð en dramatískum mætti. Leikfélögin úti um sveitir lands- ins og í kaupstöðunum eru velflest byrjuð vetrarstarfsemina eða um það bil að byrja hana. Leikfélag Akureyrar, annað merkasta leik- félag landsins, hóf sýningar á frönskum gamanleik: „Varið yður á málningunni“ eftir René Fauc- hois, 23. nóv. s. 1., og Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi skopleikinn „Húrra, krakki!“ eftir Arnold og Bach, 19. s. m. — Fjarlægðin gerir oss ókleift að njóta sjón- leiks þeirra á Akureyri, en hand- bragð höfundar á honum er með því bezta í nútímaleikritum, svo ekki hafa Akureyringar valið af verri endanum. — Nálægðin við Hafnarfjörð gerir Reykvíkingum hinsvegar tiltölulega auðvelt að sækja sýningar þeirra í Firðinum á „Húrra, krakki!“ og fá sér hressandi hláturskvöld eftir ar- mæðu dagsins, enda fyllir Har. A. Sigurðsson & Co. stærsta leikhús landsins kvöld eftir kvöld glöðum áhorfendum úr Reykjavík og Firð- inum — og er þá ekki allt unnið. L. S.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.