Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 14

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 14
94 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin Mesta Mesta hecttan er innra eðlis, frá oss sjálfum, sú, a8 hættan vér kunnum ekki að varðveita sjálfstæðið, bæði fjárhagslegt og stjórnfarslegt. Sú þokkalega iðja, að vekja úlfúð innanlands og tortryggni út á við um sjálf- stæði vort og einlægan vilja til að varðveiia það, getur skaðað oss meira en orð fái lýst. Gegn þeirri iðju ber öllum að vera á verði. Vestræn lífsskoðun er frábitin ofbeldi, og vestrænu þjóðirnar hafa ekki trú á að seilast mjög til landvinninga, þrátt fyrir sigra sína í tveim heimsstyrjöldum. Hvorki Bretar né Bandaríkjamenn hafa aukið við lönd sín í síðustu heims- styrjöld, þó að þeim sem sigurvegurum hefði verið það i lófa lagið. Þvert á móti hafa bæði þessi heimsveldi gefið laus lönd, sem áður voru þeim stjórnfarslega tengd. Varnarleysi íslands í styrjöld felur vitaskuld í sér mikla hættu fyrir sjálf- stæði vort. t undanförnum styrjöldum höfum vér notið verndar tveggja stórvelda, vegna legu lands vors og hemað- arlegrar þýðingar þess. Svo kann að verða áfram. En sjálf- stæð þjóð getur tæplega haldið sjálfsvirðingu sinni til lengd- ar nema að hún sýni einhvern lit á því að vernda sjálfa sig■ Sú varð líka raunin á, þegar á reyndi, i siðustu styrjöld, að bæði á landi og sjó var lagður fram innlendur mannafli til varnar, þótt ekki færi hann með vopnum nema að litlu leyti• En eitt vandamesta viðfangsefni stjórnmálamanna vorra o, næstu árum verður að koma þessum málum í fast horf. Því enn grúfa óveðursský yfir þessari jörð. Stórveldm hafa enn ekki komið sér saman um friðársamningana v$ hið gersigraða Þýzkaland. Sem stendur lituv Friður eða helzt út fyrir, að Vesturveldin semji við það sef- ófriður? frið. Og stórveldin virðast eiga langt í land vteð að vinna friðinn sín á milli. Mánuðirnir, sevi eftir eru fram að forsetakosningunum í BandaríkjunuM, verður erfiður biðtími og reynslustund þjóðunum. Á þe1111 mánuðum mun koma í Ijós hvað í vændum er. Tekst að koniu i veg fyrir nýja styrjöld, eða ekki? Stórveldin geta ekki leng1 haldið áfram æðisgengnum vígbúnaði hvert í kapp við 01111 ^ að, og sífelldum ásökunum, hvert i annars garð, án þess afleiðingarnar birtist i athöfn. Sagan hefur margsin1113 sannað, að slíkt kapphlaup leiðir ætíð til styrjaldar. Það c1

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.