Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Qupperneq 17

Eimreiðin - 01.04.1948, Qupperneq 17
eimreiðin BIÐILSKOMAN 97 Því að Gudda grét oft. Þqssí listræna vísa hafði meðal annars verið gerð um hana: „Hún grætur fögrum harmatárum og hótar oft að drekkja sér. En aldrei verður úr þeim ráðum, því enn hún væntir bónorðs hér“. Já, það var andstyggilegt allt saman. Nei, ekki allir. Ekki Jón. Hún vonaði að minnata kosti, að svo væri ekki. Hvað var það, sem hann hafði viljað henni í gær? Eða var það bara lygi og uppspuni eins og allt annað, sem þau höfðu fundið upp til að særa og auðmýkja hana ennþá meir? En Jón var ekki eins og þau hin. Hann tók aldrei þátt í að stríða henni. Þá sjaldan hann kom og honum var boðið að borða uteð hinu fólkinu á bænum, sat hann hógvær og stilltur við hlið- tua á Sigurði, án þess að mæla orð. Það var aðeins, þegar talað var um eitthvað af viti, um veðrið skepnurnar, sem hann tók þátt í samræðunum — og þá helzt yið húsbóndann eða húsmóðurina. Sjálfur var hann líka bóndi °g atti jörð og gripi. Hvað innbyrlaði Sigurður sér, sem þóttist yera að gera gys að honum, í livert skipti eftir að hann var farinn? Svei attan! Hann ætti að skammast sín. Hann, sem var bara hús- karl, en hinn fjár- og jarðeignamaður. Að vísu var jörðin ekki stor. Kvikfénaðurinn samanstóð svo sem ekki af öðru en einni 1_ * Ku’ tuttugu rollum og einum hrúti; því að það var víst ekki Eægt að telja tíkina og kettina þrjá með. En hvað gerði það, þótt einhver væri fátækur, ef hann samt sem áður réð sér sjálfur, var húsbóndi á sínu eigin heimili? Ekki var heldur hægt að segja, að Jón væri sérstaklega mikill a velli, hún var nú höfðinu hærri, þótt liún væri tæplega meðal- Evenmaður. Þeir kölluðu hann Jón litla eða Litla-Jón. Svei attan, uiikið mættu þeir skammast sín, að uppnefna manninn! Enginn gat að því gert, hvort liann var stór eða lítill. Og hún vissi ekki betur en að Jón stæði sig á við duglegustu menn sveitarinnar, bæ3i á sjó og landi. Hann hafði stórar og kraftalegar hendur og ^uikla faetur, og það var eitthvað verulega karlmannlegt við mJaðmirnar á honum. Undarlegt, að hann skyldi alltaf búa einn, 7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.