Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 34

Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 34
114 HESTARNIR HEIMA EIMREIÐIN foreldrar mínir þar. Pabbi var ekki heima, en mamma mín og móðursystir tóku á móti mér og spurðu mig tíðinda, en ég var mjög fálát. „Hvað er eiginlega að sjá þig, barn. Hefur nokkuð komið fyrir; þú ert svo föl“, sögðu þær. En þá var mér allri lokið: „Hún Rauðka, hún Rauðka“, stamaði ég og fór að háskæla. — „Nei, heyrðu nú“, sagði móðursystir mín, „hvað er með hana Rauðku?“ „Hún er dáin“, skældi ég. Ég kunni ekki við að segja „dauð“ um hana Rauðku, eins og aðrar skepnur. Svo fór móður- systir mín að reyna að hugga mig. „Ég skil þig vel, Eva mín“, sagði hún hlýlega, „mér þótti líka svo undur vænt um hana Rauðku. Manstu í fyrra, þegar við fórum að færa karlmönnunum kaffi út í varp, þegar þeir voru að hlaða upp Töppina, þá tví- menntum við á henni Rauðku, og við létum hana stökkva a Lónsbökkunum og þar sem vegurinn var beztur“. Jú, ég mundi vel eftir því, það var svo gaman. „En manstu þá í fyrravor, þegar hún lenti í Uxafenið og allir fóru til að hjálpa henni upp úr, nema við amma?“ Jú, hún mundi það. „Það er ekkert gaman að hestunum lengur“, sagði ég. „Þeir geta ekki eignazt folöld, eins og Rauðka. Þetta eru klárar“. En þá fór móðursystir mín að skelli' hlæja. „Það er nú tæplega von, en hugsaðu þér bara, hvað hann Rrúnn litli verður skemmtilegur hestur og þú færð sannarlega að koma á bak á honum“, sagði hún til að liughreysta mig, «°g þá verður gaman“. Og ég samsinnti því. IV. Afi minn hafði keypt brúnan fola norður í Víkum. Hann var ótaminn, en hann var fleygivakur, og það leizt afa mínum vel 3 og hugði sig hafa gert góð kaup. Hlaut hann nafnið Víkingur. Þegar átti að fara að temja liann, reyndist það lítt mögulegÞ því að liann var níð-latur og gekk langar leiðir aftur á bak, þegar átti að ríða honum úr hlaði. Var því það ráð tekið að teyma hann út á tún, og gekk þá betur úr því. Amma mín eignaði 6er þennan hest og hafði furðanlega gott lag á honum. Jafnaldri hans var á bænum, rauðbrúnn að lit, og hafði hvítan sprota niður hæg*1 bóginn og hlaut af því nafnið Sproti. Var synd að segja, að hann væri góðhestur, því hann var hræðilega illgengur og beit og slo, ef átti að taka hann. Hann var lítið eitt sokkóttur, en það var
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.