Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 35

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 35
eimretoin HESTARNIR HEIMA 115 Víkingur líka. Þeir héldu sig alltaf 6aman, og hélt ég að þeir væru bræður, en bvo var ekki. Sproti var fyrirtaks áburðarklár. Einu BÍnni man ég það, að ég átti að ríða honum inn á Stekk, en við vorum mörg saman. Hann var mjög viljugur í samreið og góður stökkhe6tur, en elíkan hraða þoldi ég ekki, enda ung að árum, og datt af baki. Þeir 6ýndu aldrei kenjar í samreið. Svo var það eitt 6Ínn að amma mín og önnur kona ætluðu til Seyðiefjarðar, 6em leið liggur yfir Hjálmárdalsheiði. Voru engir reiðekjótar handa þeim nema Sproti og Víkingur. Voru þeir nú söðlaðir, og héldu þær að þeir myndu láta vera að óþægðast, þegar þeir voru báðir saman, en því var ekki að lieilsa. Víkingur var rammstaður og gekk aftur á bak, en Sproti stóð á afturfót- unum. Konan, sem ætlaði að ríða Sprota, stóð sig mjög vel og Haggaðist ekki í söðlinum. Gekk svo leikurinn niður túnið og fór hvorug af baki. Þær létu ekki undan, hvemig sem þeir létu. Stóð fólkið á hlaðinu og hló óspart að þessari heimanreið. Þegar kom niður fyrir túnið, tóku þeir til fótanna og létu eins °g ekkert væri, og gekk nú allt vel, þangað til kom að heiðarbrún, þá byrjaði sami leikurinn. En þær létu sig eigi að lieldur, og loksins sáu kláratetrin, að sh'kt myndi ekki duga og voru nú hinir Heztu alla leið suður að Dvergasteini. Var þeim sleppt þar í girðingu, en líklega hafa þeir hugsað þessum þrálátu reiðkonum Þegjandi þörfina, því þegar komið var á fætur í Stakkahlíð, stóðu þeir við grindverkið, þar sem vant var að binda hestana, tt'jog sakleysislegir á svipinn, og hneggjuðu glaðlega á móti hús- freyju, þegar hún kom út, eins og þeir væm að láta hana vita, að þeir væm komnir heim. V. Vor eitt kom mjög góður gestur að Stakkalilíð. Það var Þómnn Gísladóttir grasalæknir. Fór hún um liagann og tíndi grös í poka 81nn °g þurrkaði. Fór ég með henni hvert sem hún fór og hafði Eina mestu unun af henni, því hún var svo fróð og þekkti hvert Elóm og hverja jurt, sem óx heima. Einnig var hún mjög skemmti- ^egi og héh ég að hún hlyti að vita allt milli himins og jarðar. ^egar hún hafði dvalið um hríð heima, bað hún að lána sér hest, þyí hún ætlaði að bregða sér til næ6ta bæjar. Bað hún mig að vísa sér veginn.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.