Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 37

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 37
bimreiðin HESTARNIR HEIMA 117 bak (1925). En þá lagðist hann með mig og vildi ómögulega bera mig. Hann hefur fundið, 6em var, að ég var engin reiðkona lengur. Eins og geta má nærri, voru margir fleiri hestar heima, en ég aetla ekki að geta þeirra hér. Það er eins og þeir hafi átt dýpstar rætur í hjarta mínu, b'ræðumir Vængur og Brúnn, því mig dreym- ir þá 6vo oft, sérstaklega Brún. Þá er ég alheilbrigð og þeysi um allar jarðir og eru allir vegir færir. Draumur, þú ert dásamlegur, og hvé lífið yrði gleðisnautt án þín. Aldrei hefur mér þótt eins vænt um nokkura skeþnu eins og blessaða hestana, og aldrei hefur mig tekið éins sárt til hjartans, eins og þegar ég heyri, að einhver hafi farið illa með hestana 6Ína. Ég kalla þá enn í dag elsku ^inina mína, og það eni þeir. Eva Hjálmarsdóttir frá Stakkahlíð. LAUSAVÍSUR. SITT AF HVERJU. Veldur skeinum hálka á hleinum. Hlýja sveinum glimutök. — Ást í meinum, allt í leynum. Oft er seinum hætt í vök. VOGREK. hegar hrannir hroða gandi hleypa, stoðar enginn vafi; bvi trylltir boðar bera að landi brotna gnoð af sollnu hafi. Á afturfótunum. Vondu er í verra snúið, várla hlúð að kærleiksyl. — Fláð er réttlætið og rúið réttinum að vera til. VEÐURLÝSING. Útsynningur argur kveður ýlfurs-hljóð við raust. Rok og slúð og ruddaveður rembist þindarlaust. HLUTSKIPTI MANNA. Fæðist einn, og annar deyr, allir renna þetta skeið. Sagan ekki sögð er meir, — svona er manna ævileið. Stéinn K. Steindór».

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.