Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 38

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 38
HIMREIÐIN Lífgrös og græðijurfir. Trúin á lækningamátt grasa og jurta er jafngömul mannkyn- inu. 1 íslendingasögum er þess oft getið, að særðir menn og sjúkir hafi verið læknaðir með græðijurtum og lífgrös verið lögð við sár manna, svo þeir urðu alheilir á skömmum tíma. Þjóðsögur og munnmæli herma frá slíkum lækningajurtum, og enn í dag er trúin á lækningamátt jurtanna rík í hugum margra hér á landi. Er það í rauninni engin furða, því svo mörg dæmi eru þess, að menn hafi læknazt með því að nota jurtir eða seyði af þeim. Meðal annars er því trúað, að sumar íslenzkar jurtir lengi lífið, sé seyðið af þeim drukkið að staðaldri, helzt daglega. Mann þekki ég, sem nú er um áttrætt og farið hefur til grasa á hverju sumri um langt árabil. Hann notar fjallagrös árið uni kring og trúir á græðimátt þeirra og lækningakraft, enda við ágæta lieilsu og vel vinnufær enn í dag. 1 læknisfræðinni er lífsgildi og græðandi kraftur margra jurta viðurkennd staðreynd. Lyfjafræðin sækir flest sín nauðsynlegustu efni í jurtaríkið. Allir þekkja nú orðið hér á landi náttúrulækn- ingastefnuna svonefndu. Náttúrulæknar telja jurtafæði, ásamt sól-, loft- og vatnsböðum, lengja lífið og varðveita heilsuna. Kunn- asti forvígismaður þessarar stefnu hér á landi, Jónas læknir Kristjánsson, hefur í tímaritinu „Heilsuvernd“ ritað um lækninga- mátt innlendra nytjajurta og brýnt fyrir mönnum að færa sér hann í nyt meira en áður. Hann hefur varað við nautn áfengra drykkja, tóbaks og annarra eiturefna, sem Islendingar nota nú í allt of ríkum mæli. Og liann hefur allra íslenzkra lækna mest og bezt sýnt fram á hina miklu kosti, sem jurtafæða hafi fram vfir kjötmetið. Starf hans í þágu heilsuverndar hér á landi hefur enn ekki verið metið til fulls, en mun verða þeim mun betur metið síðar. 1 grein um laukinn í 4. hefti Heilsuvemdar 1947 er skýrt frá þeirri alþýðutrú, að laukurinn hafi lækningamátt til að bera og hvemig ýmsir náttúrulækningafrömuðir nútímans hafa nu sannað réttmæti þessarar alþýðutrúar, bæði að því er snertir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.