Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 42

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 42
122 LÍFGRÖS OG GRÆÐIJURTIR EIMREIÐIN undir ára hjá ýmsum Asíuþjóðum, og er hennar getið í æva- fornum kínverskum ritum. Rósir hafa víða verið notaðar til manneldis, og Rómverjar hinir fornu blönduðu vín rósadufti og skreyttu sig rósasveigum, er þeir sátu að drykkju. Rósailmurinn var talinn heilsubætandi, og er svo enn í dag. Rósin er talin upp runnin frá Persíu, en er nú útbreidd um öll tempruðu beltin, og í sumum löndum, svo sem í Búlgaríu, er rósarækt álit- leg tekjugrein. 1 Kína er rósartegund ein notuð til lækninga við lifrarveiki og öðrum innvortis sjúkdómum, og í Indlandi er Rosa damascena notuð til lækninga við hjartasjúkdómum. Beztu og dýrustu ilmefni eru gerð úr rósaolíum, og að því er sögur herma voru fyrstu ilmvötn úr rósum búin til á 10. öld, en senni- lega er þó þessi notkun þeirra miklu eldri. Túnsúra eða blöndustrokkur (Rumex Acetosa), hundasúra (Rumex Acetosella) og njóli (Rumex domesticus), eru íslenzkar ætijurtir, sem flestir þekkja og hafa borðað með góðri lyst, a. m. k. meðan þeir voru böm. Súrumar eru hollar fyrir húðina og blóðhreinsandi. Víðirinn (Salix) er talinn gott meðal við tauga- veiklun. Seyði af víði hefur reynzt gott við svefnleysi, og kínverski víðirinn (Salix babylonica) er notaður í læknislyf í Kína, bæði rætumar, börkurinn og kvoðan af trénu. Skurfa (Sperqula garven- sis) er talin einhver næringarríkasta jurt í hlutfalli við stærð sína, sem völ er á, og smekkbætir hinn bezti saman við smjor og mjólk. Fræið er ágætt í brauð. Fíflamjólk hefur stundum verið notuð til lækninga hér á landi, og „herbalistar“ telja fífili1111 (Taraxacum) ágætt meðal við lifrar- og nýmasjúkdómum, einmg við ýmsum húðsjúkdómum. Kartöflujurtin (Solanum tuberocum) er, eins og menn kannast við, einhver mesta og bezta nytjajurt mannkynsins, vegna forða- næringar þeirrar, sem safnast fyrir í jarðrenglum hennar og myndar hinar eiginlegu kartöflur eða jarðepli. Jurtin er talin hafa flutzt til Spánar frá Pem snemma á 16. öld, en árið 1586 kom Sir Walter Raleigh með hana frá Norður-Ameríku og gróður- setti hana í garði sínum í Cork á Englandi. Síðan hefur hún breiðzt út um alla Evrópu. En hingað til lands er hún koinin um miðja 18. öld. Það var Bjöm próf. Halldórsson í Sauð^ lauksdal, sem fyrstur manna reyndi að rækta hér kartöflur an 1759. Minnst fer forgörðum af næringarefnum kartöflunnar we

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.