Eimreiðin - 01.04.1948, Síða 49
EIMREIÐIN kvikmyndalistin fyrr og síðar
129
aðalhlutverkin, systurnar tvær. Og svo er myndin vel gerð, að
áhorfendur fá ofurást á aimarri systurinni, en megna óbeit á
hinni, þó að báðar séu sama persónan. Menn verða þess alls ekki
varir, að um skynvillu sé að ræða. Atliyglin dregst algerlega frá
því atriði. Hver upptaka í myndinni er gerð tvisvar, svo að leik-
konan geti skipt um stöðu, eftir því livort hlutverkið hún leikur.
Báðar systumar koma hvað eftir annað fram í sama ctriðinU.
Olivia de Haviland leikur tvcer systur i kvikmyndinni ,J)ökki spegillinn
Stundum sést önnur systirin í bakgrunni myndarinnar, en hin
ganga fram hjá lienni. Þær sjást tala saman og gera hitt og annað
á sania augnablikinu, og eru þó báðar sama manneskjan. Stundum
þurfti ekki að leika sama atriðið tvisvar, eins og t. d. þegar leik-
^onan sneri haki að ljósmyndavélinni. Til þess að allt komi rétt
111 í myndinni, þarf mikla leikni og tæknilega kunnáttu, ekki
^ðeins hjá sjálfum myndatökumönnunum, heldur og hjá þeim,
®eru framkalla filmima og búa endanlega út myndimar á þeim.
Kvikmyndalistin er nú orðin í ýmsu einfaldari, en þó í fleiru
^argbrotnari, en hún var, þegar Melies bjó til kvikmynd sína
9