Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Page 50

Eimreiðin - 01.04.1948, Page 50
130 KVIKMYNDALISTIN FYRR OG SÍÐAR EIMREIÐIN árið 1902. Framfarir í tækni hafa rutt úr vegi mörgum torfærum frá fyrstu árunum. En jafnframt hafa kröfurnar um listræna með- ferð í framleiðslu kvikmynda aukizt stórkostlega. Hún er nú orðin svo fullkomin, að kvikmyndina má telja fullkomnasta liet þeirra lista, sem verka á sjónskyn manna. Engin myndlist, sem sagan kann frá að greina, hefur haft eins mikil áhrif á líf samtíðar sinnar sem hún. S VÖRTU SKIPIIM. Sigli ég á svörtu skipi senn úr dagsins höfn óminnis nökkva, út á svefnsins dröfn. Þenja seglin þreytuvindar, þagnar dagsins kliður, Rikir úti á blundarbárum blessuð ró og friður. Fæ ég ekki að sigia í nótt um drungadimman mar, án þess skipið doki við Draumaeyjarnar? Fæ ég ekki grið til að gleyma þessa nótt öllum þeim harmi, sem ég hef til dagsins sótt? Dularbjarmi daufur lýsir Draumaeyjarnar, horfnir svipir daganna, huldar minningar lokka þar til Iandgöngu, leiða í ævintýr, — enginn veit hvort ami eða unun með þeim býr. Blása þýðir værðarvindar, við er snúið knör, í nýja höfn á nýjum degi nú skal stefna för. Hvernig er þar um að litast? Urðir, grjót, og skriður? Eða grænar grundir, skógar, gil og fossaniður? Síðar öðru svörtu skipi sigli ég úr vör, á öðrum nökkva óminnis er mér búin för. Mjótt er bilið milli stranda mannlífs hér og þar, óteljandi, í allífs hafi, eyjar vitundar. Aðalbjörg Bjarnadóttir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.