Eimreiðin


Eimreiðin - 01.04.1948, Side 65

Eimreiðin - 01.04.1948, Side 65
eimreiðin NOKKRAR MINNISGREINIR 145 hér heima, en eftir því sem ég hef af þeim fregnað, tel ég mér óhætt að staðhæfa, að þau liafi um hátíðarblæ og allan myndar- skap borið langt af því, sem gerðist í Bretlandi. Ég lield, að brezka útvarpið liafi ekki minnzt á liátíðina né afmælið, og ég leitaði nákvæmlega í stórblaðinu „Times“ daginn eftir, en fann þar ekkert orð um afmælið né liátíðahöldin. Hér lieima áttum við því láni að fagna, að sjálfur oddviti kirkjunnar sæmdi okkur með ávarpi sínu, og útvarp og blöð gerðust farvegir fyrir boðun mál- efnisins þann dag. Islenzkir spíritistar bafa því sannarlega ástæðu til að vera þakklátir fyrir það, sem unnizt liefur, en það leggur þeim jafnframt á herðar mikla ábyrgð um að slaka ekki á kröfum höfuðleiðtoga spíritista á Islandi, Einars H. Kvaran. Yið megum aldrei láta spíritismann snúast upp í trúboð á Islandi, heldur láta hann verða samherja kirkjunnar, með því að leita stað- reyndanna um frambaldslífið, leggja fram mikið starf til þess að efla sjálfa undirstöðu lireyfingarinnar með uppeldi nýrra miðla og skynsamlegri stjórn á starfi þeirra miðla, sem við eigum kost á. Ég óttast, að misnotkun miðlanna eigi sér víða stað í öðrum löndum, af því að ekki er starfað í samræmi við stjórn- cndur þeirra. Slík misnotkun mun óhjákvæmilega leiða til þess, að miðilsgáfan spillist og hverfur og boðun spíritismans snýst UPP í trúboð, reist á gömlum heimildum frá blómaskeiði hreyf- tngarinnar, þegar liver vísindamaðurinn öðrum meiri lagði fram ævistarf í þágu málefnisins. En jafnvel svo ramgerðar heimildir verða eins konar guðspjöll fortíðarinnar, þegar tímar líða fram, ef þau eru ekki undirbyggð með þrotlausu starfi, nýjum vísinda- legum uppgötvunum, nýjum óyggjandi sönnunum og fræðslu um framhaldslífið. 30. mai 1948. Jónas Þorbergsson. 10 L

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.