Eimreiðin - 01.04.1948, Qupperneq 81
EIMREIÐIN
Leiklisiin.
Leikfélag Reykjavíkur: Eftirlitsmaðurinn.
Leikfélag Hafnarfjarðar: Ka/rlinn í kassanum.
Fjalakötturinn: Græna lyftan.
Menntaskólaleikurinn: Allt í hönk.
Óperettufélagið: Meyjaskemman (söngvar og
dansar).
Leikfélag Sauðárkróks: Gullna hliðið.
Leikfélag Akureyrar: Hamarinn.
Reykvíkingar hlæja sennilega þó
nokkuð meira en aðrir landsmenn.
Þeir hafa tækifærin til þess. Hér
eru margir bráðskemmtilegir
menn, sem segja brandara, vilj-
andi og óviljandi. Lengst í þeirri
grein hefur komizt Óli Maggadon,
þegar hann sagði við flugmann,
sem bauð honum í flugferð: „Nei,
ég þori þa’ ekki, þú skilur me eftir
uppi“. — „C’est une étrange
entreprise, celle de faire rire les
honnétes gens“, sagði Moliére, og
hér er mikið um undarleg verk,
sem kalla á brosið hjá góðum
niönnum. Og síðast en ekki sízt,
þá er hér leiklist, sem smám sam-
an hefur smokkað beizlinu fram af
ahorfendum sínum og lætur nú
stjórnast af næstum einberri
skemmtanafýsn fjöldans.
Leikfélag Reykjavíkur hefur
harizt hinni góðu baráttu í vetur
Jafnt sem endranær til að halda
uPPi sæmilegri leiklist. Fyrri hluta
yetrar mistók félagið sig að sönnu
é tveimur verkefnum, en bætti fyr-
ir sér með „Skálholti" og „Eftir-
litsmanninum" á útmánuðunum.
Sýningar félagsins á síðast nefndu
leikriti má ef til vill skoða sem enn
eina tilraun til að leiða frávillta
áhorfendur til sætis í siðmennt-
andi leikhúsi — en því miður, f jár-
hagslega hefur tilraunin ekki tek-
izt, áhorfendur skruppu suður í
Fjörð til að sjá „Karlinn í kass-
anum“ eða kusu heldur að hlæja
sig máttlausa að „Grænu lyft-
unni“. I raun og veru þarf engan
að furða á andstreymi „hinnar
sönnu listar“, sem sumir nefna
með þræsingi. Sjálfri sér getur
hún kennt ýmislegt, svo sem und-
anlátssemi í leikritavali og van-
rækt við yngstu leikendurna í
bænum, en aðalsökin hvílir á leik-
dómendum dagblaðanna, sem villa
hvað eftir annað heimildir á skil-
litlum skrípaleikjum og rugla
háttvirta áhorfendur með því að
bera sér í munn sama skjallið um
dugandi listamenn og algera við-
vaninga. Heiðarlegar undantekn-
ingar eru til, en hitt er því miður
reglan.
„Eftirlitsmaðurinn" er afbragðs
gamanleikur, og hann var eins vel
sýndur og frekast varð á kosið,
þegar frá eru taldar fremur smá-
11