Eimreiðin - 01.04.1948, Page 85
eimreeðin
RITSJÁ
165
NÝ ÁSTANDSSAGA. Félagi kona, hin
nýja skáldsaga Kristmanns Guð-
tnundssonar, gerist á hernámsárunum
í höfuðborg Islands. Eggert bóka-
vörður er giftur ungri og myndar-
legri konu, en sambúðin er fremur
stirð, og svo fer, að hann verður að
sjá af henni í hermann. Það, sem
sættir bókavörðinn verst við þetta
ömurlega hlutskipti, er barnið þeirra
hjóna, ung dóttir, sem hann ann heitt.
En móðirin getur haldið barninu
samkvæmt íslenzkum lögum, enda
þótt hún sé sek. Svo er framhald
6ögunnar lýsing á lífi hins yfirgefna
hókavarðar, baráttu hans við sjálfan
sig og félaga konu í ýmsum útgáfum,
sem yfirleitt reynast honum ótryggir
ofjarlar og fullnægja ekki draumum
hans. Þetta er saga um föðurást, en
jafnframt sagan um baráttuna milli
holdsins og andans í viðskiptum
manns og konu, hvort við annað, og
lýkur með þessari ályktun: „Konan,
sem þú elskar, er ekki brúSurin, ei
heldur sú, er þú syrgir, né hin, er
þig dreymir um! Hún er geislinn,
sem snerti hjarta þitt áður en þú
girntist líkama ástmeyjar þinnar. Og
hún verður þín, ef þér auðnast að
fórna gleði þinni fyrir hamingju
þeirrar, sem ann þér“.
Kristmann Guðmundsson er rýn-
tnn á sálarlíf persóna sinna og gerir
heiðarlegar tilraunir til að kryfja til
Wergjar dulin rök lífsins. Leyndar-
dómur ástarinnar er honum einkum
Eugleikið viðfangsefni í þessari sögu.
Stíll hann og framsagnarháttur er
tilgerðarlaus og eðlilegur. Hann seil-
tst sjaldan eftir öfguni og afkáraleg-
Um gífuryrðum, til þess að vekja með
tví eftirtekt. Slíkt er honum fjarri
8kapi. Hann er stundum berorður um
8amlíf karla og kvenna, virðist kippa
bsr í kynið til enska skáldsins D.
H. Lawrence, enda þýtt á íslenzku
eina af berorðustu sögum lians. Krist-
mann lýsir „vampyrs“eðlinu oft með
sterkum litum. Hann á það til að
vera hárfínn og innsær á viðkvæm-
ustu kenndir mannlegs hugar. Og
lýsingar lians, i þessari bók, á sam-
bandi föður og barns eru áhrifaríkar
og gerðar af djúpum skilningi.
Sv. s.
A PAGEANT OF OLD SCANDINA-
VIA. Edited by Henry Goddard
Leach. New York 1946 (Princeton
Universily Press jor The American-
Scandinavian Foundation). Meðal
hinna mörgu ágætisrita um norræn
efni, sem menningarstofnunin „Tlie
American-Scandinavian Foundation“
hefur gefið út, skipar ofannefnt safn-
rit heiðursrúm, og er sérstætt að sama
skapi, — eina rit af því tagi um nor-
rænar bókmenntir á enska tungu.
Það ber einnig órækt vitni víðtæk-
um lærdómi og vandvirkni útgefand-
ans, dr. Henry Goddard Leach, fyrrv.
forscta stofnunarinnar, sem er gagn-
fróður og glöggskyggn í miðaldafræð-
um, eins og hann hefur áður sýnt
með hinu prýðilega riti sínu, Angevin
Britain and Scandinavia (1921), um
riddarasögur vorar.
Fylgir hann þessu nýja þýðinga-
safni sínu úr hlaði með gagnorðum,
fræðimannlegmn og snjöllum for-
mála. Niðurskipun efnisins er einnig
hin skennntilegasta, en það er í þess-
um köflum: „Goðin“, „Fornaldar-
hetjur", „fsland“, „Noregur“, „Vest-
ureyjar“, „Grænland“, „Vínland hið
góða“, „Danmörk", „Svíþjóð", „Ann-
ar skáldskapur“, „Riddarasögur og
kvæði“.
Hér er því farið eldi mikið víð-
lendi, enda nær úrval það, sem ritið