Eimreiðin - 01.07.1951, Síða 26
138
VESTUR-ÍSLENZKT SKÁLD
eimreiðin
1918, þ. e. skömmu fyrir vopnahléð. En það, sem harni hefur
ætlað að yrkja um þann atburð, stríðslokin sjálf, hefur ekki orðiö
nema brot.
Þótt hægt sé þannig að benda á þemia skyldleik Gísla við
umbóta- og framfaramenn síns tíma, sem hann veitti drengilegt
brautargengi, þá mun innsta eðli hans hafa verið meira í ætt
við lýrisku skáldin frá því um 1890—1900 og það bæði á Norð-
urlöndum og lieima á Islandi, menn eins og liinn viðkvæma og
lýriska Guðmund Guðmundsson. Báðir yrkja þeir kunningjarinr
og skáldbræðurnir söguljóð, Gísli að einliverju leyti undir áhrif-
um Friðþjófssögu Tegnérs og Matthíasar, eins og áður segir. Gísli
lýsir þessum mönnum og sjálfum sér í „Bragafulli“ til Kristins
Stefánssonar á sextugsafmæli lians: „til er liópur, sem Huldu-
kvakið er hjarta nærri en lúðrabrakið“.
Þessi lýriska æð verður oft að náttúrulýrik, og getur þá brugðið
til beggja skauta, bál- og blíðviðris. Þó grunar mig, að liinn
blíðari blær verði drottnandi, a. m. k. ef sumar þýðingarnar
eru með teknar í reikninginn, og má til þess nefna „Kveðju“ og
„Hulduvog“ eftir Indíána-skáldkonuna Tekaliionwake (E. Paul'
ine Johnson), „In liljóða nótt“ eftir John McCrae og „Kvöld-
8Öng“ eftir Tennyson.
Persónulegan tón, oft angurblíðan, en þó karlmannlegan, taka
ljóðin oft í minningum fjölskyldu og vina, og er það ekki að
furða, þar sem um eftirmæli er að ræða. Hér til lieyrir „Móðir ,
fallegt brot um fóstru lians, „Móðurminning“ (1918—19), uiu
móður lians, „Á unglings gröf“, „Feigðarvökin“ um skólahróður,
sem drukknaði, „Sólhvörf“ til bróður, er liann missti tvö börn,
„Ungbarnslát“ um ungan son, er Rögnvaldur Pétursson missti-
En fallegast af eftirmælunum, þegar frá er tekið hið sára erfiljóð
um Uimi dóttur hans, mun þó vera „Vinarkveðja“ til Kristiö9
Stefánssonar, skálds, látins. Virðast þeir Gísli og Kristinn hafa
verið mjög samrýndir, enda virðist ýmislegt, sem Gísli segir uiu
þenna vin sinn, hafa getað átt við liann sjálfan.
Kvaddi ég þig þögull
á kro8Sgötum —
harmur þá meinaði máls.
Hugði ég fyrst —:
Lát þá hvellrómaðri
mæla þér maklegt hrós.
En lítt þú skeyttir
loftungum heims,
því kveð ég lágróma ljóð.