Eimreiðin - 01.07.1951, Blaðsíða 93
eimreiðin
MÁTTUR MANNSANDANS
205
í’eir kenndu, að máttug skapgerð verði að grundvallast á lifandi
kletti ákveðinna lögmála. Slík einstaklings-skapgerð á sér engin
takmörk, heldur er hún óslitin, áframhaldandi einingar-þróun.
Slík skapgerð lifir þaim, sem henni er gæddur og skilur eftir
tnerki sín á liafi tímans og sjálfrar eilífðarinnar. Þessir fornu
trúarleiðtogar Hindúa kmmu þann leyndardóm að stjórna huga
8jálfs sín og annarra. Þeir notuðu dásvefn við lækningu á lömun
°g slagaveiki, þó að mest læknuðu þeir, eins og afkomendur
þeirra enn í dag, með heinum áhrifum án svæfingar.
Eins og fyrr á tímum dáleiða kunnáttumenn nútímans sjálfa
gig og hafa í dásvefninum áhrif á djúpvitund þeirra, sem þeir
eru í sambandi við. Þeim blása þeir í brjóst liverri þeirri hug-
iuynd, sem þeim finnst gagnlegast að móta. Sumir þeirra eru
^jög máttugir, og þeir starfa um allar áttir heims og vita vel,
að sálförum verða engin takmörk sett. Mjög fáir menn á Eng-
iandi þekkja máttarlindir dáleiðslunnar og kunna með þær að
iara. En þessir fáu eru sumir meistarar á mannshugann og geta
Rotað sér dáleiðsluna bæði í svefni og vöku, svo að furðu gegnir.
í*að er ákaflega vafasamt, að þeir, sem hugsa mest, það er að
segja þeir, sem láta flestar hugsanir fara um huga sér með fullri
ineðvitund, afkasti mestri hugarstarfsemi. Dulvís maður dregur
líkingu af trénu og bendir á, að það vaxi meðan vér sofum. Á
®ama hátt fari um nýja hugsjón, er gróðursett sé í liuga þess
manns, sem kann að hugsa. Hugsjónin vex og tekur þroska, þegar
Eann gefur henni minnstan gaum. Mynd í lieila vorum og liuga
er ekki eins og áletrun á marmarahellu, lieldur er hún greipt í
Efandi vef, sem er aðsetur skapandi starfsemi. Eins og stafir,
setn skornir eru í börk lifandi trés, vaxa og stækka um leið og
tréð vex frá ári til árs, þannig þroskast hugmyndir þær, sem
*nótazt hafa í vitund vorri, og taka á sig ný og fullkomnari form
um leið og liugsun vor þroskast. Jógarnir, vitringar Austurlanda,
Segja að snilligáfan sé ekki árangur af áreynslu meðvitundar
vorrar, lieldur stafi liún af liugvitssamlegri einbeitingu undirvit-
undar vorrar. Starfið er unnið í djúpum liugans og birtist svo
sern fullmótuð atliöfn á yfirborði lians eða í meðvitund vorri.
rök hníga að því, að í hverjum manni, sem dáleiddur er,
8®ti tvenns konar vitundar, svo sem kemur meðal aimars fram
i þeim miklu breytingum, sem verða á minni lians. Fyrirbrigðið