Eimreiðin - 01.07.1951, Qupperneq 100
212
LULLU
eimreiðin
og minntu á reyrSa fætur kínverskra liefðarkvenna fyrr á tím-
um. Það var enginn hversdagsviðburður að hafa fengið í hendur
slíkt listaverk sköpunarinnar, sem Lullu var. Lullu vandist brátt
liúsinu og íbúum þess og tók að gera sig heimakomna. í fyrstu
voru gljáfægð gólfin í stofunum henni þyrnir í augum. Jafnskjótt
og liún sté út fyrir gólfábreiðuna, missti hún alveg fótanna. Þótt
þetta væri hálf ískyggilegt, lét hún það ekkert á sig fá, og smám
saman lærði hún að ganga á berum gólfunum. Fótatakið minnti
á, þegar fingri er drepið reiðilega í borð. Allt látbragð Lullu
var óvenju snoturt og prúðmannlegt. Strax í æsku var liún mesti
þrákálfur. En ef ég liindraði liana í að gera það, sem hún liafði
tekið í sig, setti liún upp svip, eins og hún vildi segja: TJm fram
allt engar erjur.
Kamante1) gaf henni pela og lokaði liana inni á kvöldin. Við
urðum að vera varkár, því að hlébarðarnir kom heim undir
liúsið strax og myrkva tók. Hún hændist að honum og fylgd*
lionum, livert sem hann fór.- En stundum, þegar henni mislíkaði
við hann, rak liún litla hausinn harkalega í mjóu spóaleggina lians.
Hún var undurfalleg, og vegna þessarar sjaldgæfu fegurðar
og yndisþokka, ldaut Lullu sérstöðu á heiinili mínu. Allir sýndu
henni virðingu.
Árin, sem ég bjó í Afríku, liafði ég aðeins eina tegund hunda.
Það voru skozkir mjóhundar. Þeir eru stórir og glæsilega vaxnir,
stríðhærðir, með langan, svargráan liaus og svartir um augu-
Vitrari, göfugri og óeigingjarnari Iiundar eru vandfundnir. Þeir
hljóta að liafa verið förunautar mannsins um aldaraðir, svo vel
laga þeir sig eftir þörfum manns og venjum. Oft má sjá þessa
hunda á gömlum málverkum og góbelínsveggklæðum, og það er
líka oft eins og þeir geri umhverfi sitt að málverki. Þeir leiða
liug manns margar aldir aftur í tímann, allt til daga lénsskip11
lagsins.
Fyrsta skozka mjóhundinn, sem hét Dusk, liafði ég fengu’* 1
brúðargjöf, og hann koin með mér til Afríku. Dusk var óvenjn
hugrökk og trygglynd skepna. Hann var með mér í veiðite
nýlendustjórnarinnar, í byrjun stríðsins í Msai-nýlendunni
Nokkrum árum síðar varð liann flokki zebradýra að bráð. Þeg11
J) Matsveinn lijá Karen Blixen. ÞýS.