Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Side 37

Eimreiðin - 01.07.1953, Side 37
EIMREIÐIN DJÁKNINN 1 ÖGRI 189 í ögri ærið álitlegur maður, og mæti hún mikils artir hans °g ástundanir henni til handa. Þóttust menn þar af vita, að henni þætti sú stundin bezt og skemmtilegust, þegar djákn- ann bæri að dyrum hennar. Aftur á móti var eins og djákninn í ögri fengi dularfull boð, hvenær Brandur bóndi færi í ferðirnar. Töldu sumir trúlegt, að gamli Satan væri þar í vitorði, en himnafaðirinn í hæðunum léti sig litlu varða, öngu líkara en hann lokaði augunum og létist ekkert sjá athugavert, enda þótt hann væri ólikt hærra settur en hinn áðurnefndi °g því almennilega í hans verkahring að afstýra ódæðinu. En djákninn í ögri fór sínu fram eins og ekkert hefði í skorizt, — stökk af stað og upplyftist aliur, með því tilhugs- Unin, vonin og vissan um góðar viðtökur Kálfavíkurkonunnar iétti ærið undir með fótgöngufimleikanum, sem einn og út af fyrir sig virðist oftast í viðunandi lagi, þegar ástin er annars vegar. Það var því orðið máltæki manna vestan Djúpsins og víða um ögursveit: „Það er ekki lengi skundað inn með Skötu- firðinum!“ Fór svo, að Aðalbrandi vitnaðist, sem öðrum, vinátta konu sinnar og kunningja hennar. Þóttist hann eigi þola mega svo búið. Fór hann þá á fund Galdra-Leifa að Garðsstöðum við Ögurtún, og beiddist af honum, gegn góðu gjaldi, ráða, mót »,ódyggðanna ástundun" þeirra óhjónanna. „Það vil ég reyna,“ mælti Þorleifur; ,,en í engu máttu þá eða þar út af bregða minum ráðum.“ Síðan sagði hann Aðalbrandi bónda, hverjum ráðum hann vildi ráða, og hvaða leiðir hann vildi Velja; en bóndi þakkaði, fór heimleiðis og hafði hljótt um sig Og sínar ætlanir. Nokkru síðar býst Aðalbrandur bóndi að heiman og segir heimilisfólki sínu, að hann mundi verða brottu nokkrar naetur. Einn var sá af vinnumönnum Brands bónda, er hann trúði allvel, og vissi sér hliðhollan í þessum ástandsmálum. Þess- nni vinnumanni sínum sagði bóndi, svo húsfrúin heyrði, að ^ara á bæ einn í sveitinni og sækja þangað landskuld og leigur, smjör og mör og aðra muni, er bóndi kvaðst eiga þar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.