Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 72

Eimreiðin - 01.07.1953, Síða 72
224 KYNGLÆPIR eimreiðin nóttina áður, að vægja barninu og gera því ekki mein. Hann bauðst til að greiða hvert það lausnargjald, sem upp yrði sett og unnt væri að greiða, bauðst til að gera hvað sem væri, ef litlu stúlkunni sinni yrði skilað aftur heim, ómeiddri og heil- brigðri. En aðeins fáeinum klukkustundum síðar æptu blaðasöludreng- irnir á götunum upp morðfyrirsagnir stórblaðanna, sem fylltu hvern bandarískan borgara skelfingu og reiði. Suzanna Degnau, barnið, sem lýst var eftir, hafði ekki verið numin á brott til þess að heimta fyrir hana lausnargjald. Litlu stúlkunni hafði verið misþyrmt og hún síðan myrt. Lögreglan fann lík hennar — fann það stykkjað sundur og falið í lokræsum og vatnsleiðslupípum. Ræninginn hafði verið kynglæpamaður — gerspilltur óþokki, sem hafði stolið litlu stúlkunni úr rúmi hennar og síðan reynt að hylja glæp sinn með því að myrða og búta í sundur sex ára gamalt, varnarlaust barn. Vikum saman fylgdust blöðin með gangi málsins og skýrðu fra hverju smáatriði, sem upplýstist við rannsókn þess. Fé var lagt til höfuðs morðingjanum, alls 37,500 dollarar. Hundasalar skýrðu frá stóraukinni eftirspum eftir geyjandi varðhundum. Skelfdir foreldrar báðu um aukavarðmenn í grennd við heimili sín. Lögreglan tók höndum grunaða menn svo tugum skipti, marg- báru saman og könnuðu allar líkur, öll gögn, allar skýrslur. Lög- hlýðnir menn og konur töluðu með hryllingi um hinn hroðalega glæp. Borgararnir voru í uppnámi, æstir og reiðir — og aldrei hafði reiði þeirra verið réttlátari — né árangursminni. Því síðan í janúar 1946, að leitin hófst, hefur ekkert orðið upp- lýst um morðingjann. Þegar þessi grein er skrifuð, er „ekkert nýtt í fréttum“ um Degnau-málið. En á meðan rannsóknin á því fór fram, eða í marz 1946, var annar sams konar glæpur framinn 1 borginni Joliet í Illinois. Blöðin skýrðu einnig með stórum fyrir- sögnum frá honum. Níu ára gömul stúlka tók boði vel klædds ungs manns um að aka með honum í bíl. Kefluð og limlest slapp hún að lokum lifandi aftur út úr bílnum. Hún hafði verið barin með hamri — og síðan skotið á eftir henni, þar sem hún flúði yfir bersvæði nokkurt. Það gekk kraftaverki næst, að hún skyld1 komast lífs af. Sá, sem árásina framdi, gaf sig sjálfviljuglega fram. Hann reyndist að vera nafnkunnur maður, sonur þekkts iðjuhölds ur Miðvesturfylkjum Bandaríkjanna. Sonurinn var tuttugu og niu ára gamall, giftur og sjálfur tveggja barna faðir. Aðspurður, sagð1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.