Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 59

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 59
EIMREIÐIN STEFNUMÓT 211 mér, þegar hún kemur. En hún þarf ekki að leita lengi. Það er alltaf eins og henni sé vísað á mig. ~~ Heldurðu að ég finni þig ekki, hvar sem þú ert héma í hvamminum? Jú. Ég þekki alla stærstu runnana, segir hún þá °g hlær, léttum, kitlandi hlátri, sem hún ein á yfir að ráða. Svo hlæjurn við í sameiningu að uppátæki mínu, leggjumst hlið við hlið niður í lyngið og tölum. Og í kvöld bíð ég eftir henni. Kvöldið °g hvammurinn leggjast á eitt í fegurð og friðsæld. Kannske hefur mér aldrei þótt betra að gista Stórahvamm. Forsælan teygir sig lengra og lengra upp eftir hlíðunum, og ég geri mér það að leik að fylgja skuggaröndinni eftir upp á brúnina. Það tekur ekki nema stutta stund. En Stórihvammur er ekki síður fallegur í for- s*lu, finnst mér. Ég sezt undir runna efst í brekkunni. Jörðin er ennþá hlý eftir sólskinið um daginn, og enn líður nokkur tími, þangað til blómin byrja að gráta liðinn dag. Yfir ánni myndast blá móða, dekkst Þar sem dregur í lygna hylji, en ljósari yfir flúðunum. Það er eins °g niður árinnar breyti um tóntegund á kvöldin. Mér finnst hann vcrða lægri og þýðari. Hugarburður eflaust. Eða kannske er það ég, sem hef breytzt. Enn bíð ég eftir henni. Skildi eitthvað sérstakt tef ja hana? Hún vissi, að ég ætlaði upp 1 Stórahvamm og hafði lofað að koma líka. Áreiðanlega mundi hén koma. Hún hefur ævinlega komið, þegar við höfum mælt °kkur mót í hvamminum. Ég reyni að gleyma tímanum við að horfa á hringgárana, sem myndast á hyljum árinnar, þegar silungarnir reka nefið upp ur til að gleypa æti. Á milli þess, sem ég horfi á þetta, velti ég mér letilega í lynginu og tíni eitt og eitt bláber upp 1 mig. Skyldi hún ekki fara að koma? Hún má til með að koma. Hún, Sem er svo góður félagi. Endurminningamar um allar okkar sam- Verustundir í Stórahvammi streymdu fram í huga minn. I kvold shal ein bætast við. Ég þarf að segja henni svolítið, sem mér er ný- búið að detta í hug. Ég stend upp og rýni yfir runnann upp a bvammbrúnina. Jú, þarna kemur hún. Ég vissi, að hún mundi boma. Ég skýzt aftur bak við runnann og leggst niður. Skyldi hún hafa séð mig núna? Nei. Nú skal hún fá að leita að mér. Eg skríð inn í runnann og hreiðra þar um mig. Éljótlega heyri ég skrjáfa í laufi, og eftir andartak birtist and- lh hennar milli hríslanna, sem áttu að skýla mér. Þarna stendur hún brosandi, rjóð í vöngum og dálítið móð af göngunni og befur þegar haft upp á mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.