Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 78

Eimreiðin - 01.07.1953, Blaðsíða 78
230 KYNGLÆPIR EIMREIÐIN Tökum annað sams konar dæmi frá sama tíma og úr sömu borg. Salvadore Ossido hafði setið átján mánuði í fangelsi fyrir glæpsamlega árás á 14 ára gamla stúlku. Skömmu eftir að hann varð laus, var hann aftur tekinn fastur fyrir að ráðast á kven- mann í neðanjarðarbrautarlest. í þriðja sinn var hann tekinn fastur fyrir að svívirða 12 ára gamalt barn, sem hann hafði fengið augastað á. Og enn var hann látinn laus. Sextán dögum síðar fannst stúlkan Einer Sporrer svívirt og myrt eftir hann. Þá fyrst er hægt var að ákæra hann fyrir morð, var talið hægt að fullnægja réttlætinu. Ossido var dæmdur til lífláts og tekinn af lífi í rafmagnsstólnum í Sing Sing fangelsinu. Samkvæmt lögum þeim, sem nú gilda í fjórum hinum áður- nefndu ríkjum, hefðu þeir Marks og Ossido aldrei verið látnir lausir eftir fyrsta glæp þeirra. Þeir hefðu fengið varðhaldsdóm til óákveðins tíma og setið inni, unz tekizt hefði að lækna þá, —■ og ef það hefði ekki tekizt, hefðu þeir setið í haldi til æviloka. 6. Sú aðferð, að fella „samnings“dóma í kynglæpamálum verður þegar í stað að leggjast niður. Með „samnings“dómum á ég við samkomulag við fangann um, að ef hann játi afbrot umsvifalaust, fái hann vægan dóm, en með þessari aðferð losnar ríkið við fyrirhöfn þá og kostnað, sem því fylgir að sanna upphaflegu ákæruna. Rannsókn á kynferðis- afbrotum, sem komu fyrir rétt í New York á hálfu ári, leiddi í ljós, að þessari „samnings“-afðerð var beitt í 82 málum þessarar tegundar af hverjum hundrað, sem tekin voru fyrir. Ef til vill er þetta nokkurn veginn gilt sýnishorn af rekstri þessara mála hvar- vetna í Bandaríkjunum. Aðferðin er náttúrlega einföld, kostnaðar- lítil og skjótvirk í framkvæmd. Yfirvöldin vilja hespa þessi mál af sem skjótast og með sem minnstu umstangi, — losna við ófögnuðinn sem fyrst. En nú skal nefnt dæmi um, hvaða afleiðingar slík aðferð getur haft. Nýlega var maður nokkur, sem þrívegis hafði komizt undir manna hendur fyrir kynferðisafbrot og í öll skiptin dæmdur sam- kvæmt „samnings“-aðferðinni, látinn laus eftir þriðju innisetuna. Skömmu síðar brauzt hann inn í svefnherbergi ungrar stúlku, sem hann hafði fylgt heim af dansleik, fyrsta dansleiknum, sem hún hafði sótt um ævina, og neyddi hana til fylgjulags, með því að ota að henni opnum hnífi og hóta að skera hana á háls. Stúlk- an er enn fárveik af taugaáfalli því, sem hún hlaut við árásina, en „samningsaðilinn“ bíður enn einu sinni dóms. Ætli yfirvöldin felli „samnings“dóm yfir honum í þetta skipti eða ekki?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.